Category: Fréttir
-
Bjartur á Gljúfrasteini
Þegar að það fréttist að á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, myndi Bjartur sem jafnan er kenndur við Sumarhús líta við á Gljúfrasteini
-
Óvænt listsýning um nótt
[container] Perlufesti – Höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarði. „Það stendur kona í Tjörninni!“ Úrhellinu hafði slotað og nóvembernóttin var stillt og mild. Við vorum þrjár stöllurnar á heimleið gegnum Hljómskálagarðinn ímyrkrinu. Votir gangstígarnir glitruðu í gulri raflýsingunni og gáfu fyrirheit um hálku undir morgun. Þar sem ég var svoniðursokkin við að draga upp mynd af sjálfri…
-
Kamilla & hin barnslega nálgun að skáldskapnum
[container] „Maður á alltaf að taka mark á hugmyndum sem koma til manns í heita pottinum, þá er maður í sínu náttúrlegasta ástandi og líklegastur til að hugsa á snjallan hátt” segir Ole Kristian Ardal einn stofnenda bókmenntatímaritsins Kamilla & sem hefur komið út í Noregi frá maí 2013. „Við vorum nokkur að læra ritlist og…
-
Trúin er mesti fjársjóður sem ég hef eignast í lífinu
[container] Ein ástsælasta leikkona landsins, Guðrún Ásmundsdóttir, státar af 57 ára leikferli um þessar mundir. Guðrún er ekki mikið gefin fyrir að telja upp hlutverk sín, en þau eru að minnsta kosti 105 samkvæmt skráningum Leikminjasafnsins. Færri vita kannski að Guðrún er líka sögumaður af guðs náð. Á myndlistarsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur í Nesstofu…
-
Lýðræðistilraunir. Ísland í hruni og endurreisn
[container] Rannsóknasetrið EDDA hefur, í samvinnu við Háskólaútgáfuna og með stuðningi Háskólans á Bifröst, gefið út bókina Lýðræðistilraunir. Ísland í hruni og endurreisn. Ritstjóri er Jón Ólafsson. Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 komu fram kröfur um nýjar leiðir í pólitík og aukna hlutdeild almennings í stefnumótun. Grasrótarstarf lifnaði við og í margra augum var lýðræðisleg endurreisn…
-
Eins og að dansa í keðjum: Lesið úr ljóðaþýðingum
[container] „Ég hef tekið eftir því að margir virðast iðka þetta í laumi,“ segir Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands en nemendur hans í ljóðaþýðingum standa fyrir upplestri í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands við Dyngjuveg 8 síðdegis í dag, 25. nóvember . „Ég átti ekki von á því að fá svona marga nemendur í námskeið…
-
Viðtal: Listrænt góðæri
[container] Fáir staðir í Reykjavík eru jafn vel til þess fallnir að hitta fyrir ungan athafnamann í menningarlífinu og Súfistinn á Laugavegi. Stefán Ingvar Vigfússon kemur glaðhlakkalegur upp stigann með hlaupahjól á öxlinni. Stefán hefur verið mjög virkur í lista- og menningarlífi unga fólksins síðan að hann hóf framhaldsskólanám. Hann hefur víða komið við; stofnað leikhópinn…
-
„Ef þú kemur ekki niður að filma núna þá tala ég aldrei við þig aftur!“ – mæðgurnar Salóme og Yrsa
[container] Yrsa Roca Fannberg var óþekkt nafn í íslenskri kvikmyndagerð þar til heimildarmynd hennar, Salóme, var frumsýnd á Skjaldborg síðastliðið sumar og vann þar til aðalverðlauna. Það var upphafið að sigurgöngu myndarinnar því að í september hlaut hún aðalverðlaun í flokki heimildarmynda á Nordisk Panorama í Malmö. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heimildarmynd hlýtur…
-
Ármann Jakobsson með sína fyrstu barnabók
[container] Nýverið gaf Ármann Jakobsson út sína fyrstu barnabók en hún ber nafnið Síðasti galdrameistarinn. Bókin fjallar um strákinn Kára sem þarf skyndilega að hlaupa í skarðið sem galdrameistari ríkisins. Til þess að sanna sig fyrir konungnum Hrólfi kraka verður hann að leysa þrjár krefjandi þrautir. Gallinn er sá að Kári hefur aldrei lært að…
-
Eyðingarferðalag sjálfsins
[container] „Maður vill senda lesandann í ákveðna rússíbanareið. Að þegar hann lokar bókinni þá hugsi hann: „Þetta var þess virði að lesa!“ Það er pælingin.“ segir Sævar Daníel Kolandavelu, betur þekktur sem rapparinn Sævar Poetrix en hann hefur nýlega lokið við sína fyrstu bók; Hvernig á að rústa lífi sínu … og vera alveg sama – Sannsöguleg sjálfshjálparbók sem…
-
Af töfrum Airwaves og tilurð Dream Wife
[container] Þegar vetrarslabb og dimmum morgnum hafði nær tekist að draga eyjaskeggja inn í tilfinningalegt svarthol volæðis og orkuleysis, birtist tónlistarhátíðin Airwaves og boðaði nýjan fögnuð. Með sterkum armi sínum leiddi hún Íslendinga sem og gesti hvaðanæva úr heiminum inn í veröld tónlistarveislu, hliðardagskrár, ljóðaupplesturs, gjörninga og umfram allt listrænnar upplifunar. Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona og…