Author: Hugrás

  • Nemendur í nýmiðlun opna vefrit

    Nemendur í nýmiðlun opna vefrit

    [container] Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands hafa opnað vef sem þeir nefna Lifandi vefrit. Vefritið er afrakstur námskeiðsins Lifandi vefrit – Nýmiðlun sem kennt var á vormisseri. Kennarar námskeiðsins eru Ármann Gunnarsson og Sigurjón Ólafsson. Í vefritinu eru birtar greinar, viðtöl, myndbönd, hljóðvörp og ljósmyndir sem unnin hafa verið í…

  • Sagnameistari fellur frá

    Sagnameistari fellur frá

    Kristín Guðrún Jónsdóttir lektor og JónThoroddsen kennari skrifa um rithöfundinn Gabriel García Márquez og áhrif hans á bókmenntaheiminn: „Vesturlönd höfðu gleymt því í sundurgreinandi ástríðu, í áráttukenndri tilraunamennsku forms og stíls. Í því andrúmslofti kom skáldskapur García Márquezar sem frelsandi boðskapur.“

  • Ál-land

    Ál-land

    [container] Þann 15. mars árið 2003 komu saman nokkrir mikilvægir ráðamenn Íslendinga ásamt erlendum viðskiptamönnum til að skrifa undir samninga. Það gerðu þeir í litlum skreyttum íþróttasal úti á landi undir vökulum augum myndavéla, fréttamanna og eflaust meirhluta bæjarbúa. Ég og mín fjölskylda vorum ekki á meðal áhorfenda. Ég ólst upp á litlum sveitabæ við lítið…

  • Andri Snær um sköpunarsögu bóka sinna

    Andri Snær um sköpunarsögu bóka sinna

    [container] Andri Snær Magnason rithöfundur fjallaði nýverið um tilurð verka sinna í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Andri ræddi um bækurnar Lovestar og Draumalandið en varði mestum tíma í að segja frá tilurð og sköpunarsögu Sögunnar af bláa hnettinum. Nú er hægt að horfa á upptöku frá fyrirlestrinum með því að smella hér.Andri Snær hlaut…

  • Ritstýrir bók Rodopi um staðfræði og framúrstefnu

    Ritstýrir bók Rodopi um staðfræði og framúrstefnu

    [container] Út er komin hjá Forlaginu Rodopi bókin Decentring the Avant-Garde í ritstjórn Pers Bäckström og Benedikts Hjartarsonar. Ritið kemur út í hinni virtu ritröð Avant-garde Critical Studies og er um að ræða þrítugasta bindið í ritröðinni. Ritið er innlegg í fræðiumræðu samtímans um staðfræði og tengslanet framúrstefnunnar. Í þeim greinum sem birtast í ritinu…

  • Þýðing á Faulkner fær lofsamlega dóma

    Þýðing á Faulkner fær lofsamlega dóma

    [container] Þýðing Rúnars Helga Vignissonar, dósents í ritlist við Hugvísindsvið, á skáldsögunni Sem ég lá fyrir dauðanum, eftir William Faulkner, hefur að undanförnu hlotið einróma lof gagnrýnenda. Skáldsagan er eitt af höfuðverkum Faulkners, en áður hefur Rúnar Helgi þýtt bók Faulkners Ljós í ágúst. Rúnar Helgi er tilnefndur til íslensku þýðingaverðlaunanna. Í umsögn dómnefndar segir:…

  • Ritið 3/2013: Vald

    Ritið 3/2013: Vald

    Út er komið þriðja hefti Ritsins fyrir árið 2013. Þema þessa heftis er vald og undir því birtast þrjár frumsamdar greinar. Þar

  • Ríkið og rökvísi stjórnmála

    Ríkið og rökvísi stjórnmála

    [container] Út er komin bókin Ríkið og rökvísi stjórnmála. Í þessari nýju bók ræðir Páll Skúlason spurninguna hvernig við getum myndað heilsteypt og gott samfélag. Hann telur að meginvandi stjórnmálanna spretti fyrst og fremst af tilteknum vandkvæðum okkar á að mynda samfélag sem hugsandi verur, borgarar og einstaklingar. Jafnframt má finna í bókinni skarpa gagnrýni…

  • Chomsky. Mál, sál og samfélag

    Chomsky. Mál, sál og samfélag

    [container] Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Chomsky. Mál, sál og samfélag í ritstjórn Höskuldar Þráinssonar og Matthew Whelpton. Í bókinni er fjallað á aðgengilegan hátt um helstu þætti kenninga Chomskys um mannlegt mál og eðli þess og valin atriði í samfélagsrýni hans reifuð. Chomsky var heiðursfyrirlesari Hugvísindasviðs Háskóla Íslands á hundrað ára afmæli skólans árið…

  • Árið með heimspekingum

    Árið með heimspekingum

    [container] Háskólaútgáfan hefur gefið út Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum. Bókin er í senn dagbók fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans. Í bókinni rekur Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, sögu heimspekinnar í ljósi hugmynda kvenheimspekinga. Á heimasíðu Háskólaútgáfunnar segir að í bókinni séu dregnar upp leiftrandi myndir…

  • Þriðja bindið í ritröð EAM

    Þriðja bindið í ritröð EAM

    [container] Út er komið ritið The Aesthetics of Matter. Modernism, the Avant-Garde and Material Exchange, sem gefið er út af hinu virta forlagi De Gruyter. Benedikt Hjartarson, lektor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, er einn af fimm ritstjórum ritsins. Aðrir ritstjórar eru Sarah Posman, Anne Reverseau, David Ayers og Sascha Bru.…

  • Ljósmóðir, hugfangin og spékoppar valin fegurst orða

    Ljósmóðir, hugfangin og spékoppar valin fegurst orða

    [container] Orðið ljósmóðir hlaut flest atkvæði í kosningu um fegursta orð tungumálsins sem lauk á miðnætti 11. nóvember. Lauk þar með leit Hugvísindasviðs og RÚV að fegursta orðinu sem staðið hefur frá 24. september. Alls bárust tillögur um fegursta orðið frá um 8.500 einstaklingum og úr þeim valdi starfshópur Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og RÚV 30…