Nemendur í nýmiðlun opna vefrit

Í Fræði, Fréttir, Menningarfræði, Umfjöllun, Viðburðir höf. HugrásLeave a Comment

lifandivefrit

Nemendur og kennarar í námskeiðinu Lifandi vefrit – Nýmiðlun.

Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands hafa opnað vef sem þeir nefna Lifandi vefrit. Vefritið er afrakstur námskeiðsins Lifandi vefrit – Nýmiðlun sem kennt var á vormisseri. Kennarar námskeiðsins eru Ármann Gunnarsson og Sigurjón Ólafsson.

Í vefritinu eru birtar greinar, viðtöl, myndbönd, hljóðvörp og ljósmyndir sem unnin hafa verið í námskeiðinu. Auk þess eru birt nokkur verkefni úr námskeiðinu Ljósmyndir og miðlun sem Þórdís Ágústsdóttir kenndi.

Í námskeiðinu Lifandi vefrit – Nýmiðlun er lögð áhersla á að kanna möguleika á notkun vefsins og hvernig hægt sé að nýta hann á fjölbreyttan og lifandi hátt. Þátttakendur öðlast þjálfun í því að koma frá sér menningartengdu efni á nýstárlegan hátt með marghliða efnistökum og fjörugri framsetningu.


Leave a Comment