Í heftinu eru tvær þýðingar úr ensku sem falla báðar undir valdsþemað. Sú fyrri, „Kúgun: rasísk og önnur“ eftir bandaríska heimspekinginn Sally Haslanger, er greining á kúgun út frá misskiptingu valds. Seinni þýðingin er „Samkynhneigð og nauðgun karla í norrænum lögum og bókmenntum miðalda“ eftir hina norsku Kari Ellen Gade.
Heftið hefur að geyma þrjár ritrýndar greinar utan þema. Í „Það er gífurleg áskourn að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum“ segja þær Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir frá viðtalsrannsókn sinni á viðhorfum íslenskra fræðimanna til þess að skrifa og birta greinar á ensku. Grein Bergljótar Kristjánsdóttur, „Að segja frá ævintýrum“, hefur að geyma greiningu á sögu Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, „Ungfrú Harrington og ég“, út frá hugarkenningu hugrænna fræða og sagan er þar túlkuð sem leynilögreglusaga. Þorsteinn Helgason rekur svo hvernig Tyrkjaránið þróaðist sem minning í hugum landsmanna í grein sinni „Tyrkjaránið sem minning“.
Endahnútinn á þetta hefti Ritsins bindur Ármann Jakobsson í umræðugreininni „Judy Garland er löngu dauð“ með tilgátu um hvers vegna „hinseginhátíð“ sé í vanda.
Ritstjórar eru Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þröstur Helgason.
Ritið er 212 blaðsíður.