Category: Ný rit
-
Trú, von og þjóð
[container] Út er komin bókin Trú, von og þjóð / Sjálfsmynd og staðleysur eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson, doktor í guðfræði og stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Í bókinni er reynt að leitast við að varpa ljósi á trúarþáttinn í algengum hugmyndum um þjóð, þjóðerni og þjóðríki. Skoðaðar eru rætur þeirra í táknheimi kristninnar og tengsl við pólitískar staðleysur…
-
Viðtal: Nýir málshættir enn að fæðast
[container] Aldrei hefur áður komið út jafn veigamikið safn íslenskra málshátta eins og í nýútgefinni bók Jóns G. Friðjónssonar, Orð að sönnu. Bókin inniheldur um 12.500 málshætti ásamt upplýsingum um merkingu þeirra, aldur, uppruna og notkun. Jón er prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands og hefur áður sent frá sér uppflettirit með íslenskum orðtökum. Sú…
-
Kamilla & hin barnslega nálgun að skáldskapnum
[container] „Maður á alltaf að taka mark á hugmyndum sem koma til manns í heita pottinum, þá er maður í sínu náttúrlegasta ástandi og líklegastur til að hugsa á snjallan hátt” segir Ole Kristian Ardal einn stofnenda bókmenntatímaritsins Kamilla & sem hefur komið út í Noregi frá maí 2013. „Við vorum nokkur að læra ritlist og…
-
Lýðræðistilraunir. Ísland í hruni og endurreisn
[container] Rannsóknasetrið EDDA hefur, í samvinnu við Háskólaútgáfuna og með stuðningi Háskólans á Bifröst, gefið út bókina Lýðræðistilraunir. Ísland í hruni og endurreisn. Ritstjóri er Jón Ólafsson. Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 komu fram kröfur um nýjar leiðir í pólitík og aukna hlutdeild almennings í stefnumótun. Grasrótarstarf lifnaði við og í margra augum var lýðræðisleg endurreisn…
-
Ármann Jakobsson með sína fyrstu barnabók
[container] Nýverið gaf Ármann Jakobsson út sína fyrstu barnabók en hún ber nafnið Síðasti galdrameistarinn. Bókin fjallar um strákinn Kára sem þarf skyndilega að hlaupa í skarðið sem galdrameistari ríkisins. Til þess að sanna sig fyrir konungnum Hrólfi kraka verður hann að leysa þrjár krefjandi þrautir. Gallinn er sá að Kári hefur aldrei lært að…
-
Eyðingarferðalag sjálfsins
[container] „Maður vill senda lesandann í ákveðna rússíbanareið. Að þegar hann lokar bókinni þá hugsi hann: „Þetta var þess virði að lesa!“ Það er pælingin.“ segir Sævar Daníel Kolandavelu, betur þekktur sem rapparinn Sævar Poetrix en hann hefur nýlega lokið við sína fyrstu bók; Hvernig á að rústa lífi sínu … og vera alveg sama – Sannsöguleg sjálfshjálparbók sem…
-
„Lestur er leikur, ekki kvöð“
[container] „Það sem mér finnst vera svo spennandi við þetta ákveðna form er að það skapar grundvöll fyrir lesandann til að gera hluti sem hann myndi aldrei fá að upplifa undir öðrum kringumstæðum.“ Þetta segir Ævar Þór Benediktsson hafa verið eina af megin ástæðunum að baki sköpunar nýjustu bókar hans Þín eigin þjóðsaga. Eins og titillinn…
-
Náttúrupælingar Páls Skúlasonar
[container] Út er komin ný bók eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor. Bókin ber heitið Náttúrupælingar og kemur út á vegum Háskólaútgáfunnar. Á síðustu áratugum hefur Páll Skúlason unnið brautryðjendastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem birt eru í bókinni veitir hann nýja sýn á samband manns og…
-
Ritið 2:2014 – Mannslíkaminn
Annað hefti Ritsins 2014 er komið út en þema þess er mannslíkaminn. Fimm greinar takast á við þemað sem
-
Kynfræðsla fellur konum í skaut
[container] Konur, frekar en karlmenn, sinna kynfræðslu á íslenskum heimilum, að sögn kynfræðingsins Sigríðar Daggar Arnardóttur, eða Siggu Daggar, eins og hún er iðulega kölluð. Konur eru einnig í meirihluta þeirra sem sækja fyrirlestra og kynningar á hennar vegum. „Mér finnst þetta vera hálfgerð valdefling. Konur voru lengi mjög kúgaðar þegar kemur að kynlífi og nú…
-
Rit um rómantísku skáldin og íslenska náttúru
Náttúra og umhverfi hafa verið eitt helsta yrkisefni íslenskra skálda frá því á 19. öld. Í bókinni er sýnt hvernig rómantísk skáld móta myndina af íslenskri náttúru og leggja áherslu á ólíkar hliðar hennar, allt frá ægifegurð eldfjalla og hafíss til algrænnar sveitasælu. Mynd Íslands verður mikilvæg í sjálfstæðisbaráttunni og tengist menningarpólitík, en náttúrusýnin þróast…