Trú, von og þjóð

Í Fræði, Fréttir, Ný rit, Trúarbrögð höf. HugrásLeave a Comment

tru

 Út er komin bókin Trú, von og þjóð / Sjálfsmynd og staðleysur eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson, doktor í guðfræði og stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

Í bókinni er reynt að leitast við að varpa ljósi á trúarþáttinn í algengum hugmyndum um þjóð, þjóðerni og þjóðríki. Skoðaðar eru rætur þeirra í táknheimi kristninnar og tengsl við pólitískar staðleysur og hugmyndir um guðsríkið. Leitast er við að svara þeirri spurningu hvort þjóð, þjóðerni og þjóðríki hafi tekið sæti trúarbragðanna í kjölfar upplýsingarinnar, ekki síst í íslenskri hugmynda- og guðfræðisögu 20. aldar. Höfundur færir m.a. rök fyrir því að frjálslynda guðfræðin íslenska hafi verið svar kirkjunnar við þjóðernisstefnunni og hugmyndin um þjóðkirkju löguð að þeim nýju þjóðfélagssjónarmiðum sem hún flutti inn í íslenskt samfélag.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út.

Leave a Comment