Author: Hugrás
-
Rýni: Rautt fyrir listina, svart fyrir lífið
[container] Um sjónrænan þátt sýningarinnar Karitas. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Svartur er litur leiksýningarinnar Karitas sem sjá má í Þjóðleikhúsinu þessar vikurnar. Svartklætt fólk, rökkur á sviðinu og leikmyndin teiknar svartstrikótta mynd í rýmið. Það ríkir sem sagt sorti yfir þeirri Íslandsmynd sem rammar inn lífshlaup listakonunnar…
-
Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga
[container] Hjörtur Marteinsson hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir verk sitt Alzheimer tilbrigðin, ljóðabók sem segir frá návígi ljóðmælandans við veikindi afa síns. Verkið er að mestu samsett úr knöppum prósaljóðum þar sem listilega er leikið með hugmyndina um tímaleysi minninga okkar. Verkið virðist vera ákveðið uppgjör ljóðmælandans við eigin minningar, þar sem hann reynir að…
-
Þáþrá og þá-þrái: Hugleiðing um Óskalög þjóðarinnar
[container] „Oooooog klappa svoooo krakkar! Nú á allt að verða vitlaust!“ Kvikur, grannur og tóbaksgulur leikstjórinn stekkur um gólf og gætir þess að allir séu vel með á nótunum. Og umfram allt hressir. „Aftur! Við þurfum taka þetta aftur, krakkar! Og svo fá allir bjór og pítsu fyrir frammistöðuna!“ Ja, hvur þremillinn. Ég var greinilega ekki…
-
RIFF: Ævintýraleg martröð
[container] Finnska kvikmyndin Þau hafa flúið (He ovat paenneet) er önnur kvikmynd leikstjórans J.P. Valkeapää í fullri lengd, en hann hefur áður gert myndina Gestinn (Muukalainen, 2008). Sjálfur segir hann að hugmyndin að myndinni hafi kviknað kvöld eitt þegar hann var að lesa Grimms-ævintýrin fyrir börnin sín. Hann vildi gera kvikmynd sem næði að fanga anda…
-
Hér kvikna draumar um atvinnutónlistarferil
[container] „Þetta er ótrúlegur skóli og í raun fyrsti smekkur af því sem koma skal leggi maður tónlistina fyrir sig“ segir Hekla Finnsdóttir, konsertmeistari Ungsveitar Sinfóníunnar, en árlegir tónleikar sveitarinnar voru haldnir í Hörpu um síðustu helgi. Þeim verður útvarpað á Rás 1 næstkomandi fimmtudagskvöld. Ungsveitin er hljómsveitarnámskeið fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára. Forsenda…
-
Náttúrupælingar Páls Skúlasonar
[container] Út er komin ný bók eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor. Bókin ber heitið Náttúrupælingar og kemur út á vegum Háskólaútgáfunnar. Á síðustu áratugum hefur Páll Skúlason unnið brautryðjendastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem birt eru í bókinni veitir hann nýja sýn á samband manns og…
-
Ritið 2:2014 – Mannslíkaminn
Annað hefti Ritsins 2014 er komið út en þema þess er mannslíkaminn. Fimm greinar takast á við þemað sem
-
Rýni: Búningar og leikmynd Konunnar við 1000°
[container] „Búningar Hallgerðar voru vandaðir og þjónuðu sögunni vel.“ „Leikmynd Gunnars var látlaus og tímalaus.“ „Lýsing Njáls gerði sitt.“ Á þessa lund hafa leikdómar á Íslandi gjarna afgreitt sjónræna hlið leiksýninga: Ein setning á haus og hvorki greiningu né rökstuðningi fyrir að fara. Nú er leikhús mjög sjónrænt listform og því full ástæða til að fjalla…
-
RIFF: Mannleg saga í hugljúfu landkynningarmyndbandi
[container] Land Ho! (Land fyrir stafni!), opnunarkvikmynd RIFF í ár, vegur salt milli þess að vera vegamynd og landkynningarmyndband. Myndin er samvinnuverkefni bandarísku leikstjóranna og handritshöfundanna Aaron Katz og Mörthu Stephens. Þrátt fyrir stuttan feril hafa þau náð töluverðum árangri í kvikmyndagerð og unnið til nokkurra verðlauna. Á dagskrá RIFF er Land Ho! sett í flokkinn…
-
RIFF: Tár, bros og ballettskór
[container] „Það hljómar kannski klisjulega, en að dansa ballett er besta tilfinning í heiminum,“ segir Lukas Bjørneboe Brændsrød, ein af aðalpersónum norsku heimildamyndarinnar Ballettdrengirnir (Balletguttene). Bestu vinir hans og dansfélagar frá unga aldri, Torgeir Lund og Syvert Lorenz Garcia, eru honum sammála en eiga þó erfitt með að taka ákvörðun um hvort þeir eigi að helga…
-
Af hagsmunahjónabandi bókmennta og kvikmynda
[container] „Það er nú bara þannig að 80-90% af öllum kvikmyndum heimsins eru gerðar upp úr skáldsögum“ segir Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður en hún tekur þátt í málstofunni Bók verður bíó laugardaginn 4. október næstkomandi. Málstofan er hluti af dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en þar munu rithöfundar og leikstjórar ræða tengsl þessara tveggja miðla og…
-
Breytir íbúð langömmu sinnar í listgallerí
[container] Tuttugu ungir listamenn halda sýningu í nýju sýningarrými í niðurníddu íbúðarhúsnæði í miðbænum. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að vera nýlega útskrifaðir úr Listaháskóla Íslands. Stofnandi og forsvarsmaður gallerísins, Freyja Eilíf Logadóttir, segir að það muni bjóða upp á nýjasta nýtt í íslenskum listheimi. „Frjáls vettvangur sem þessi er nauðsynegur í myndlist, sérstaklega fyrir nýútskrifaða listamenn…