Vitum við enn — eða hvað?

Í Bækur, Rýni höf. Hjalti Hugason

Nýja bókin hans Andra Snæs Magnasonar Um tímann og vatnið vekur lesandann svo sannarlega til umhugsunar um lífið, umhverfið og ábyrgð okkar á því. Mínar hugrenningar urðu m.a. þessar:

Við sem fæddumst upp úr miðri öldinni sem leið vorum alinn upp í alveg ákveðinni goðsögn, mýtunni um endalausan hagvöxt, framfarir og þróun. Ef eitthvað var talið öruggt var það að næsta ár yrði betra en það yfirstandandi og að framtíðin biði okkar full tækifæra og óvæntra möguleika. Framfaragoðsögninni eins og öllum mytum öðrum fylgdi ákveðin heimssýn og gildismat sem réð draumum okkar, hugsunum orðum og æði. Á grundvelli þessarar uppeldismótunar tókum við ásamt eldri kynslóðunum þátt í að byggja íslenska samfélagið eins og það er núna: Hart neyslu- og samkeppnissamfélag sem okkur vegnar svo ákaflega misjafnlega vel í.

Vissulega heyrðust á stundum efasemdaraddir sem boðuðu distópíur í ýmsum myndum í stað útópíunnar sem var ríkjandi. Þær höfðu þó sjaldnast erindi sem erfiði þótt þar væru auðvitað undantekingar á. Ég hef t.d. verið 10 ára þegar bók Rachel Carson (1907–1964) Silent spring kom fyrst út (1962). Þremur árum síðar kom hún út í íslenskri þýðingu (Raddir vorsins þagna, þýð. Gísli Ólafsson, 1965). Silent spring varð fljótt „kultbók“ hjá stórum hópi lesenda. Flestir létu þó gagnrýnina og varnaðarorðin sem vind um eyru þjóta. Fyrir skömmu las ég bókina að nýju og varð þá meðvitaður um hvað átökin við hagsmunaaðila af ýmsu tagi kostuðu Carson og margt samtímafólk hennar sem hóf baráttuna gegn gjörnýtingu náttúrunnar með hjálp áður óþekktra áburðar- og eiturefna. Nú er raunar að nýju hafin hatursherferð gegn þeim sem ganga fram fyrir skjöldu og vara við aðsteðjandi hættum (sjá Um tímann og vatnið, bls. 180 o. fl. st.).

Hvað svo sem leið vitundarvakningu hér á landi á þessum tíma lifðum við þó ekki í hreinni blekkingu norður á hjaranum. Eftir því sem við þokuðumst í átt til unglingsáranna gróf angistin um sig í hugskotinu: Biði okkar einhver framtíð eða yrði þrýst á hnappinn? Mundi bjarmanum bregða fyrir, sveppaskýið rísa út við sjóndeildrahringinn, geislavirka regnið dynja yfir og kjarnorkuveturinn skella á? Þetta var ágeng hugsun á tímabilum en var þó oftast dulin neðarlega í undirmeðvitundinni.

Andri Snær fjallar í bók sinni um ógnina sem nú hefur leyst kjarnorkuvána af hólmi — loftslagsvána. Margt er líkt með þessum tveimur fyrirbærum sem hvort um sig ógnar þeim sem hreiðrað hafa um sig í hlýju hreiðri framfaramýtunnar. Bæði eru manngerð, kjarnorkan og gróðurhúsaáhrifin. Þó er margt ólíkt. Það þurfti t.d. að leysa kjarnorkuna úr læðingi með virkri aðgerð. Kraftar hamfarahlýnunarinnar leika þegar lausum hala þótt enn sé vissulega mögulegt að hægja á framrás þeirra og hugsanlega afstýra verstu sviðsmyndunum ef við tökum ráð okkar saman í tíma.

Í vangaveltum okkar um loftslagsbreytingarnar — sem bók Andra Snæs er svo þarft innleg í —  er gott að muna að sveiflur hafa áður átt sér stað í náttúrunni. Ísaldir hafa bundið endi á hlýskeið, gróðurlendi hefur eyðst, tegundir dáið út og annars konar kollsteypur átt sér stað. Það er þó margt sem gerir yfirstandandi ástand einstakt. Oft hafa fyrri sveiflur verið stað- eða svæðisbundnar. Nú eru þær á heimsvísu. Vissulega hafa fyrri sveiflur ugglaust oft verið hraðfara í kjölfar ofurgosa, hraps loftsteina eða annarra skyndilegra hamfara. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru aftur á móti hraðar án undangenginna hamfara. Þá erum við líka komin að meginmuninum. Breytingarnar á fyrri skeiðum urðu af náttúrulegum orsökum. Yfirstandandi breytingar eru á hinn bóginn af manna völdum. Þá skiptir líka grundvallarmáli að við þekkjum að verulegu leyti breytingarnar sem nú eiga sér stað: Orsakirnar eru kunnar, hægt er að segja fyrir um afleiðingarnar og við erum vel upplýst um þann hluta þeirra sem þegar eru teknar að gera vart við sig: veðurfarsöfgar, vaxandi tíðni skógarelda, fljóða, fellibylja og ekki síst fólksflótta í kjölfarið. Loftslagsflóttamennskan er komin til að vera og er ömurleg andhverfa þeirrar munaðarferðamennsku sem stunduð er í okkar heimsluta og við tökum flest þátt í. Þá er það líka mikill munur að mannkyn stóð ráðþrota frammi fyrir sveiflum og/eða hamförum fyrri alda. Við getum á hinn bóginn haft áhrif á það sem framundan er: Flýtt þróuninni eða hægt á henni allt eftir því hvort við höldum í vaxtar- og framfaramýtuna og fylgifiska hennar eða ekki. Aldrei áður hefur verið mögulegt að kalla menn til ábyrgðar á stórfelldum breytingum á náttúrufari. Staða okkar í heiminum er því einstök. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru þar með ekki aðeins náttúrurfræðilegt viðfangsefni heldur ekki síður heimspekilegt, félags-, sið- og guðfræðilegt. Raunar getur enginn fyrrt sig ábyrgð á vandanum eða neitað þátttöku í umræðunni um hann og leit að lausnum.

Þetta eru raunar engin ný tíðindi enda hefur lengi verið deilt um hverjum beri að taka frumkvæði í baráttunni t.a.m. okkur almenningi eða stjórnmálastéttinni. Mörgum hættir til að horfa um of til síðarnefnda hópsins og vænta þess að allt frumkvæðið komi þaðan. Þungvæg rök eru á hinn bóginn fyrir því að við, óbreyttir kjósendur í lýðræðissamfélagi, berum frumábyrgð. Núverandi stjórnmálastétt starfar í anda vaxtarmýtunnar margumræddu. Við ríkjandi aðstæður gegni það pólitísku sjálfsmorði næst að segja henni stríð á hendur. Það er í höndum kjósenda að breyta þessu. — Í framtíðinni ríður á að við kjósum aðeins flokka sem rísa undir því að geta kallast grænir og hafa umhverfis- og loftslagsmál efst á stefnuskrá sinni.

Helsti kostur bókarinnar Um tímann og vatnið er að vekja lesendur til persónulegra vangaveltna um mál málanna, loftslagsmálin. Þá eru vangaveltur höfundar víða í fyrri hluta ritsins mikilvægar þar sem hann veltir upp hvers konar orðræða sé „leyfileg“, frjó og gefandi í umræðunni. Í því sambandi er áhugavert að bera saman orðræðu hans sjálfs í nýju bókinni og Draumalandinu (2006). Þar hefur orðið mikil breyting á þótt af og til bregði fyrir gömlum töktum. Í Draumalandinu vakti Andri Snær athygli lesenda sinna með því að birta aragrúa óvæntra upplýsinga og þá ekki síst með sláandi samanburði staðreynda. Benti hann t.d. ekki á að orkan frá Kárahnjúkavirkjun nægði ekki til að láta „rauðu“ ljósin loga á raftækjunum í Bandaríkjunum þegar þau væru ekki í neinni notkun? Í bókinni Um tímann og vantið er sjónarhornið mun víðara og efnistökin önnur og mun fjölbreyttari. Erindi beggja bókanna er þó svipað að vekja til vitundar um stöðu okkar og ábyrgð í heiminum á ögurstundu. Að lestri loknum fylgir spurningin forna lesandanum lengi eftir: „[…] vituð ér enn, eða hvað?

Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

[fblike]

Deila

Lorem ipsum dolor sit amet, ne mel amet ignota blandit, doming possit ne nec, est saperet philosophia te. In vel dicam animal. Mea omnesque recusabo similique id, ex nonumy accusam vel, docendi tacimates qui ea. Graece percipit volutpat at mel, delenit accusam erroribus te vis, ut utamur blandit mel. Qui cu facer etiam senserit, eum an ignota aliquam maiestatis, ea vix minim iuvaret referrentur. Et his audire lucilius vituperatoribus.

Fyrirsagnir (h5)

Brute fuisset adolescens per ut, dolor expetendis dissentias sea ei. Liber scriptorem vim at, eu aeque dissentiet sea. Cu qui utinam accusamus democritum, erat euripidis ea vis. Duo apeirian comprehensam te, ad putant sapientem maluisset pri. Graeco prompta intellegam cu duo, has an justo postulant, ei habemus legendos his. Libris dictas atomorum ea his, eos at iriure mnesarchum.

Has feugiat meliore volumus an. Mei graeci numquam referrentur te, vim at discere veritus voluptatibus, has ne error diceret scaevola. Ad nam semper timeam alienum, eu justo virtute eos. Pro veri facilis quaestio ne, nam in ridens eirmod repudiandae. Eu nostro legimus voluptatibus vis, pro no doming reformidans, ius malorum principes deseruisse an.

Causae singulis gubergren ei usu, euripidis omittantur ea pri. Et commune urbanitas pro. Cu tale autem omittantur pri, in putent putant dolorum eos. Ullum utamur necessitatibus te vis. Vel vidit delicata repudiandae ut, soluta epicurei ex vis, no eos virtute sanctus fuisset.

Sumo epicuri quo at, ea tollit inermis eum. Has no malorum cotidieque, ei facete platonem usu, fierent intellegam cotidieque ad has. In mundi vituperatoribus vix, modus facer conceptam et nec. Eos minim veniam ea. An pro timeam complectitur, qui id commune recteque, vix an facer luptatum. Nam clita persecuti ei, dolores maluisset sed an. Te vel aperiam omittam reformidans, sea ea nibh aliquid lobortis, no agam labore feugiat sit.

Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

[fblike]

Deila