Category: Rýni

  • Einlægnin bak við tjöldin

    Einlægnin bak við tjöldin

    [container] Listahópurinn Vinnslan býður upp á  sérkennilega og merkilega sýningu í Tjarnarbíó. Hópurinn hefur alltaf verið athyglisverður, óhefðbundinn, óhræddur við tilraunir og frumlega notkun á rými og ólíkum tjáningaformum. Vinnslan hefur fyrst og fremst áhuga á leikhúsinu vegna sköpunarinnar bak við tjöldin, þeirri orku sem býr í listamanninum og leitar sér forms og vill ná sambandi…

  • Rýni: Sviti, hrindingar og hárþeytingar

    Rýni: Sviti, hrindingar og hárþeytingar

    [container] Tónleikar þungarokksveitanna Icarus, We Made God og Endless Dark. Það er fremur snúið að reyna að útskýra hvernig stemmning er á þungarokkstónleikum. Sá fjöldi fólks sem þeytir hárinu í hringi og hrindir hverju öðru fram og til baka fyrir framan sviðið er í raun mælikvarði á hversu gott andrúmsloft er á tónleikunum. Þrátt fyrir að…

  • Rýni: Rautt fyrir listina, svart fyrir lífið

    Rýni: Rautt fyrir listina, svart fyrir lífið

    [container] Um sjónrænan þátt sýningarinnar Karitas.   Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Svartur er litur leiksýningarinnar Karitas sem sjá má í Þjóðleikhúsinu þessar vikurnar. Svartklætt fólk, rökkur á sviðinu og leikmyndin teiknar svartstrikótta mynd í rýmið. Það ríkir sem sagt sorti yfir þeirri Íslandsmynd sem rammar inn lífshlaup listakonunnar…

  • Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga

    Rýni: Listilega leikið með tímaleysi minninga

    [container] Hjörtur Marteinsson hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir verk sitt Alzheimer tilbrigðin, ljóðabók sem segir frá návígi ljóðmælandans við veikindi afa síns. Verkið er að mestu samsett úr knöppum prósaljóðum þar sem listilega er leikið með hugmyndina um tímaleysi minninga okkar. Verkið virðist vera ákveðið uppgjör ljóðmælandans við eigin minningar, þar sem hann reynir að…

  • Þáþrá og þá-þrái: Hugleiðing um Óskalög þjóðarinnar

    Þáþrá og þá-þrái: Hugleiðing um Óskalög þjóðarinnar

    [container] „Oooooog klappa svoooo krakkar! Nú á allt að verða vitlaust!“ Kvikur, grannur og tóbaksgulur leikstjórinn stekkur um gólf og gætir þess að allir séu vel með á nótunum. Og umfram allt hressir. „Aftur! Við þurfum taka þetta aftur, krakkar! Og svo fá allir bjór og pítsu fyrir frammistöðuna!“ Ja, hvur þremillinn. Ég var greinilega ekki…

  • Lífið

    Lífið

    [container] Leikhúsið Tíu fingur frumsýndi nýtt leikverk fyrir börn, Lífið, í Tjarnarbíói á laugardaginn var. Það er Charlotte Böving sem leikstýrir, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson sem leika, Margrét Kristín Blöndal sér um tónlistina og Helga Arnalds um myndræna hlið verksins. Helga Arnalds er stofnandi leikhópsins Tíu fingur sem verður 20 ára á næsta ári.…

  • RIFF: Skortur og angist

    RIFF: Skortur og angist

    Kona skýtur ítrekað með byssu í kjól sem fyrrverandi elskhugi hennar gaf henni og hangir sundurtættur á fiskitrönum

  • RIFF: Ævintýraleg martröð

    RIFF: Ævintýraleg martröð

    [container] Finnska kvikmyndin Þau hafa flúið (He ovat paenneet) er önnur kvikmynd leikstjórans J.P. Valkeapää í fullri lengd, en hann hefur áður gert myndina Gestinn (Muukalainen, 2008). Sjálfur segir hann að hugmyndin að myndinni hafi kviknað kvöld eitt þegar hann var að lesa Grimms-ævintýrin fyrir börnin sín. Hann vildi gera kvikmynd sem næði að fanga anda…

  • Hugleiðing: Sólarmegin í Hörpunni

    Hugleiðing: Sólarmegin í Hörpunni

    Harpa, tónlistarhúsið við höfnina, er töfrahús. Þar er alltaf einhver galdur í gangi. Í hvert sinn sem ég geng þaðan út eftir tónleika er ég ríkari en áður

  • Hér kvikna draumar um atvinnutónlistarferil

    Hér kvikna draumar um atvinnutónlistarferil

    [container] „Þetta er ótrúlegur skóli og í raun fyrsti smekkur af því sem koma skal leggi maður tónlistina fyrir sig“ segir Hekla Finnsdóttir, konsertmeistari Ungsveitar Sinfóníunnar, en árlegir tónleikar sveitarinnar voru haldnir í Hörpu um síðustu helgi. Þeim verður útvarpað á Rás 1 næstkomandi fimmtudagskvöld. Ungsveitin er hljómsveitarnámskeið fyrir ungt tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára. Forsenda…

  • Rýni: Búningar og leikmynd Konunnar við 1000°

    Rýni: Búningar og leikmynd Konunnar við 1000°

    [container] „Búningar Hallgerðar voru vandaðir og þjónuðu sögunni vel.“ „Leikmynd Gunnars var látlaus og tímalaus.“ „Lýsing Njáls gerði sitt.“ Á þessa lund hafa leikdómar á Íslandi gjarna afgreitt sjónræna hlið leiksýninga: Ein setning á haus og hvorki greiningu né rökstuðningi fyrir að fara. Nú er leikhús mjög sjónrænt listform og því full ástæða til að fjalla…

  • Herra Björnsson í leikriti

    Herra Björnsson í leikriti

    [container] Til hliðar á hálfrökkvuðu sviði Kassans í Þjóðleikhúsinu er hrúga af gömlum ferðatöskum og öðru því sem fólk staflar í bílskúra sína. Uppúr þessu rís manneskjumynd  sem hefur nánast runnið saman við ruslið. Þetta er Herbjörg María Björnsson, bílskúrsbúi, og eftir að hún hefur tekið til máls á hún sviðið. Dramatísk dama Það er að…