Þó að hið þekkta orðatiltæki segi að ekki eigi að dæma bækur af kápunni er kápan, og titillinn þar á, það fyrsta sem mögulegir lesendur sjá. Því verða þessi atriði að vera bæði lýsandi fyrir innihald bókarinnar jafnt sem grípandi til þess að fá fólk til þess að opna bókina og lesa. Þriðju ljóðabók Hauks Ingvarssonar, fræðimanns og skálds, tókst þetta vel en bókin kom út í jólabókaflóðinu árið 2021 og vakti þá umtalsverða athygli vegna titilsins, Menn sem elska menn.
Hinsegin andófsrit fyrir allan almenning: Um Einu sinni sögur Kristínar Ómarsdóttur
Einu sinni sögur Kristínar Ómarsdóttur komu út árið 1991 hjá Mál og menningu.[1] Bókin geymir 66 mjög stuttar sögur sem margar hverjar hefjast á orðunum „einu sinni“, líkt og ævintýri, brandarar og dæmisögur gera gjarnan.
Hlaðvarp Engra stjarna #21 – Launmorð og loftsteinar
Björn Þór og Guðrún Elsa ræða um athyglisverðar kvikmyndir og Björn ræðir við Jón Bjarka Magnússon, kvikmyndagerðarmann, um heimildarmyndina Even Asteroids Are Not Alone.
Orð ársins 2020: Bólusetning
Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Steinþór Steingrímsson og Starkaður Barkarson, verkefnisstjórar hjá sömu stofnun, skrifa um val á orði ársins 2021.
Hugur um framtíðina
Hugur – tímarit um heimspeki kom út á dögunum og er þema tímaritsins „Framtíðin“. Efni tímaritsins er fjölbreytt, allt frá greinum um framtíðartónlist og ábyrgð á loftslagsbreytingum til greina um ljóðvæðingu máls, samband Jung og Nietzsche og aldusfordóma.
Einstakar bækur á íslenskum markaði
Oddur Pálsson ræddi við Sverri Norland um útgáfufyrirtækið AM forlag.
Hlaðvarp Engra stjarna #19 – Sambíóin og Sigurgeir
Í þessum þætti er rætt við Sigurgeir Orra Sigurgeirsson um Árna Sam og nútímavæðingu íslenskrar kvikmyndamenningar, sögu bíóhúsa í borginni og það hversu geggjaðir guðirnir hljóta að vera í bíóheimum.
„Við hikum ekki lengur“
Hanna Kristín Steindórsdóttir ræðir við Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV.
„Ég þráði að brúa bilið á milli kristinna og ókristinna í færeysku samfélagi“
Viðtal Guðrúnar Brjánsdóttur við Daniu O. Tausen, söngkonu og ljóðskáld frá Færeyjum sem er aðalpersóna heimildamyndarinnar Skál.
Hlaðvarp Engra stjarna #18: Ása og Paradís
Í vetur hyggst Hlaðvarp Engra stjarna beina sjónum reglulega að starfsemi Bíó Paradísar. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri bíósins, verður hlaðvarpinu innan handar og mætir í viðtal.
„Pínu súrrealískt“ að komast inn á RIFF
Selma Dís Hauksdóttir ræðir við Elínu Pálsdóttur og Ingibjörgu Jennýju Jóhannesdóttur, leikstjóra stuttmyndarinnar Hik sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF í ár.
Róska lifir áfram: Viðtal við Lee Lorenzo Lynch um endurvinnslu Sóleyjar
Salvör Bergmann ræðir við Lee Lorenzo Lynch um endurvinnslu Sóleyjar, kvikmyndar eftir listakonuna Rósku.