Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, á að baki fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur, leikari og rithöfundur. Jón Karl Helgason, dósent við Íslensku- og menningardeild, hefur dustað rykið af einni af fyrstu bókum nafna síns, skáldsögunni Miðnætursólborginni, en þar dregur Jón Gnarr upp martaðarkennda mynd af borginni sem hann ber nú ábyrgð á sem borgarstjóri.
Lög, þjóð og klíka, þrenning sönn og ein
Á síðkvöldum skammdegisins, þegar blákaldur veruleikinn hellist yfir með öllum sínum hráskinnaleikjum, getur verið gott að leita á náðir Kafka