Heimur hugmyndanna

Veturinn 2009-2010 var þátturinn Heimur hugmyndanna á dagskrá Rásar 1 á sunnudagsmorgnum. Ævar Kjartansson og Páll Skúlason fjölluðu um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Þættirnir eru aðgengilegir á þessari síðu.

Málstofan

Í þætti Rásar 1, Málstofunni, fjalla fjalla fræðimenn við Háskóla Íslands um íslenskt mál og segja frá eigin athugunum og rannsóknum. Meðal efnis er málfar líðandi stundar, mál og kyn, máltækni, máltaka barna, tónfall, málsaga og orðsifjafræði, íslenska táknmálið, samtalsgreining, mállýskur og ýmis tilbrigði og nýjungar í máli. Þáttarstef: Árni Heiðar Karlsson.

Miðnætursólborgarstjórinn

Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, á að baki fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur, leikari og rithöfundur. Jón Karl Helgason, dósent við Íslensku- og menningardeild, hefur dustað rykið af einni af fyrstu bókum nafna síns, skáldsögunni Miðnætursólborginni, en þar dregur Jón Gnarr upp martaðarkennda mynd af borginni sem hann ber nú ábyrgð á sem borgarstjóri.