Pistlar um Noam Chomsky

Dr. Noam Chomsky flutti tvo fyrirlestra á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í september. Annars vegar öndvegisfyrirlestur um stöðu heimsmálanna í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands og hins vegar fyrirlestur um málvísindi í málstofunni Mál, sál og samfélag. Af þessu tilefni birti Hugrás eftirfarandi pistla:

Í kennslustund hjá Chomsky

Það var sérstaklega ánægjulegt að Noam Chomsky skyldi fallast á að flytja fyrirlestur í þverfaglegu málstofunni sem haldin er um verk hans

Björgum okkur!

Þegar Noam Chomsky birtist á sviðinu í Háskólabíói síðastliðinn föstudag mátti glögglega greina stöku fagnaðar- og hrifningaróp gegnum dynjandi lófatakið

Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki

Haustið 2011 mun Hugvísindasvið HÍ standa fyrir þverfaglegri málstofu undir yfirskriftinni Chomsky: Mál, sál og samfélag. Einn af kennurum málstofunnar, Sigríður Sigurjónsdóttir, fjallar hér um áhrif kenninga Chomskys á rannsóknir á máltöku barna.

Höskuldur Þráinsson um Noam Chomsky

Viðtal við Höskuld Þráinsson prófessor í tilefni af væntanlegri komu bandaríska fræðimannsins Noam Chomsky til Íslands. Höskuldur segir frá tildrögum þess að Chomsky heimsækir landið og fjallar einnig aðeins um fræðimanninn og málfræðikenningar hans.