Raun(a)saga fátæks fólks?

Endurminningabók Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, hefur nú verið endurútgefin. Þröstur Helgason rifjar upp viðbrögð og deilur sem bókin vakti þegar hún kom út árið 1976. Miklar ritdeilur urðu um efni hennar á sínum tíma, ekki síst lýsingar Tryggva á illri meðferð sem hann varð fyrir í vist í eyfirskri sveit í byrjun síðustu aldar.

Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma

Þröstur Helgason tók viðtal við Thor Vilhjálmsson árið 2008 í tilefni af því að fjörutíu ár voru liðin frá því að fyrsta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn, kom út 1968. Thor Vilhjálmsson lést eins og kunnugt er þann 2. mars sl.

Hvað veit Harpo Marx?

Í byrjun myndarinnar A Night in Casablanca (1946) með Marxbræðrum í aðalhlutverki er ansi fyndin sena sem má nota til að velta fyrir sér