Myndspjald King´s speech

King’s Speech og Nýju fötin keisarans

Í af eldri vef, Kvikmyndir, Rýni höf. Þröstur HelgasonLeave a Comment

Um höfundinn

Þröstur Helgason

Þröstur Helgason hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands, sinnt ritstjórn, meðal annars á Lesbók Morgunblaðsins, og er nú dagskrárstjóri Rásar 1

Kóngurinn að tala  
Viðtökur King’s Speech í Bretlandi eru áhugaverðar. Gagnrýnendum finnst kvikmyndin draga upp mannlega mynd af konungsfjölskyldunni og þeim harmleik sem málhelti Georgs sjötta var. Þeim finnst myndin meira að segja sannfærandi og falleg lýsing á hetjuskap kóngsins í glímu sinni við stamið. Hetjuskapurinn felst þó miklu heldur í því að sýna tilgangsleysi konungsættarinnar í Bretlandi og kóngafólks yfirleitt.

Myndin leiðir í ljós svo að segja algert sambandsleysi kóngafjölskyldunnar við þann veruleika sem þjóð hennar býr við. Lokaatriði myndarinnar, þar sem Georg sjötti flytur stríðsræðu sína í september 1939, er afhjúpandi í einfaldleika sínum. Veruleikinn blasir við en engum dettur í hug að nefna hann. Á sama tíma og kóngurinn sendir þegna sína út í opinn dauðann fagnar hann persónulegum sigri sínum á staminu. Fjölskyldan, ráðgjafarnir jafnt sem ráðherrarnir taka fullan þátt í fögnuðinum og klappa honum lof í lófa fyrir hetjuskapinn að hafa þorað að flytja ræðuna. Þú stóðst þig vel, kóngur, þér mæltist vel, herra, þegar þú sendir fólk þitt út í opinn dauðann. Barnslega glaður stígur hetjan út á hallarsvalirnar og vinkar til þegna sinna sem vita hvað bíður þeirra en fagna eigi að síður hugrekki konungs síns.

Tom Hooper segir þessa sögu af svo mikilli nærgætni að afhjúpunin virðist fara fram hjá breskum gagnrýnendum – og drottningunni sem lýst hefur ánægju sinni með myndina með svolitlu nikki, ef marka má fréttir.

Við hin, sem ekki þekkjum kónga nema úr írónískri fjarlægð, sjáum strax að King’s Speech er tilbrigði við Nýju fötin keisarans.

 

[fblike]

Leave a Comment