Category: Aðsendar greinar
-
Ógeðsleg háskólamenning
[container] „Tillitsleysi er töff,“ gæti verið slagorð óþolandi fólks í Háskólanum, hugsaði ég með mér á meðan ég kom mér fyrir á Háskólatorgi eftir að hafa ýtt matarleifum og umbúðum eftir aðra til hliðar á borðinu og dustað mylsnu ofan í disk sem hafði verið skilinn eftir. Matarlystinni svo sem ekki ógnað en engan veginn…
-
Hverra manna ert þú?
[container] Afi minn fæddist á Suður-Jótlandi, í Danmörku. Fjölskyldan flutti og móðir mín fæddist í Slésvík-Holtsetalandi, í Þýskalandi. Í barnaskóla lærði móðir mín um Ísland og dreymdi um að komast til eyjunnar bláu. Hún lét drauminn rætast, kom hingað siglandi um borð í Gullfossi, og ég fæddist í Reykjavík, á Íslandi. Einn íslensku ættingjanna hringdi…
-
Hvað vilja andstæðingar ESB?
[container] Þessi spurning á ekki aðeins við á Íslandi. Jaðarflokkar ýmiss konar þjóðernissinna hafa fengið aukið fylgi víðs vegar um Evrópu eins og sjá má af uppgangi Sjálfstæðisflokks Sameinaða konungdæmisins (United Kingdom Independence Party, Ukip) á Bretlandi í nýlegum kosningum og nú síðast er orðinn til flokkur í Þýskalandi, Valkostur fyrir Þýskaland (Alternative für Deutschland),…
-
Storð
[container] Í Hólavallakirkjugarði, öðru nafni gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, er gott að ganga um. Við dætur mínar förum meira að segja reglulega í lautarferð þangað með kakó á brúsa, bók og eitthvað gúmmilaði. Tyllum okkur við nýtt og nýtt leiði og látum fara vel um okkur. Má vera að þetta sé undarlegur lautarstaður. En í…
-
Innipúki og antisportisti
[container] Ég lærði að lesa þegar ég var fjögurra ára gömul og varð samstundis heilluð. Næstu árin las ég og las og fékk mjög misvísandi skilaboð frá umhverfinu varðandi þennan mikla lestur. Það þótti afskaplega jákvætt að lesa og læra en um leið var ég ekki nægilega mikið úti að leika mér. Ég hafði gaman…
-
Upp, upp, mín sál
[container] Flestir þekkja sögurnar um Sæmund fróða og Kölska þar sem Kölski reynir í sífellu að klófesta sál Sæmundar fróða. Samúð mín hefur alltaf, í laumi, legið hjá Kölska karlinum. Kölski er eitthvað svo mannlegur. Hann er gráðugur, pínulítið einfaldur, en alveg strangheiðarlegur. Alltaf lofar hann öllu fögru og stendur við það upp á punkt…
-
En hvar má ég þá vinna ástin mín?
[container] Ég kvaddi unnusta minn. Hann fór að vinna í útlöndum. Rómantíski sjómaðurinn bað mín daginn áður en hann fór. Hann hafði misst vinnuna í hruninu, fengið aðra sem honum líkaði ekki, pilluvélasmurningar í sótthreinsuðum búningi. Hann sagði upp og varð spenntur. Mér var því næstum sama. Hann var jú með menntun og leyfi til…
-
Eigum við að vaka og veita guði lið?
Ég er ekki trúaður. Ekki þannig. Ég leita ekki að merkingu tilverunnar eða mögulegu handanlífi í heilagri ritningu. Margur skáldskapur skipar þó heilagan
-
Hin eilífa hringrás viðbitsins
[container] Þegar ég var barn fannst mér poppkorn afar gott. Poppað í potti (áður en örbylgjuofnar urðu almenningseign) upp úr alvöru smjöri. Það var fátt betra, borið fram í eldföstu móti og borðað yfir Fyrirmyndarföður á laugardögum. Ég man ekki hversu gömul ég var þegar það kom í fréttunum að smjör væri afskaplega óhollt fyrir…
-
Við eigum það skilið
[container] Við Íslendingar kunnum því vel þegar logið er að okkur, við teymd á asnaeyrunum og misnotuð á allan hugsanlegan hátt. Við blátt áfram elskum að láta okra á okkur og stela af okkur, einkum ef stolið er úr því sem stundum er kallað sameign þjóðarinnar. Þessar ályktanir má draga af niðurstöðum nýlegra skoðanakannana á…
-
Á þriðju hæð til hægri
[container] Fjölbýli eru smækkuð mynd af samfélaginu. Þau krefjast gagnkvæmrar virðingar íbúa og umburðarlyndis. Fyrir neðan mig býr tónlistarunnandi. Upp úr hádegi, og stundum fyrr, fara tónarnir að smokra sér gegnum þrjátíu og fjögurra sentímetra járnhertu steinsteypuna, upp í iljarnar á mér og inn um hlustirnar. Það er undantekningartilfelli ef maðurinn spilar tónlist án þess…
-
Pant skáldleg heróp og raunsærra heimsendahjal
Það þykir ekki mjög fínt að listaverk séu pöntuð. Að kaupandi biðji listamann um að gera eitthvað sérstakt fyrir sig. Listin á að vera hafin yfir markaðshagkerfið