Author: Hugrás
-

Grimmt, óhugnanlegt og áþreifanlegt
Skáldsagan Hálendið eftir Steinar Braga ýtir við lesandanum og truflar hann. Þetta segir Ingibjörg Ágústsdóttir í ritdómi. Í bókinni mæta fjórir ferðalangar einhverju sem er grimmt, óhugnanlegt, áþreifanlegt en um leið óraunverulegt.
-

Vörður í menningarfræði samtímans
Hafin er útgáfa nýrrar ritraðar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem nefnist Vörður í menningarfræði samtímans. Fyrstu bækurnar í ritröðinni eru tvær, annars vegar Rekferðir eftir Guðna Elísson og hins vegar Viðbrögð úr Víðsjá eftir Gauta Kristmannsson.
-

Yfirlýsing á Degi íslenskrar tungu
Íslenskukennarar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands taka undir vel rökstudda gagnrýni íslenskukennara á Menntavísindasviði og lýsa yfir áhyggjum af þróun íslenskumenntunar kennaraefna og íslenskukennslu í skólakerfinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.
-

Skáldatal: Pétur Gunnarsson
Pétur Gunnarsson rithöfundur flutti fyrsta fyrirlesturinn í Skáldatali, nýrri fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Hér á Hugrás er hægt að horfa og hlýða á fyrirlestur Péturs.
-

Viðburðaríkir dagar hjá Stofnun Vigdísar
Í dag hófst tveggja daga alþjóðlegt málþing Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og undirbúningur tungumálamiðstöðvar stofnunarinnar er á lokaspretti. Af þessu tilefni birtir Hugrás viðtal við forsvarsmenn stofnunarinnar.
-

Pistlar um Noam Chomsky
Dr. Noam Chomsky flutti tvo fyrirlestra á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í september. Annars vegar öndvegisfyrirlestur um stöðu heimsmálanna í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands og hins vegar fyrirlestur um málvísindi í málstofunni Mál, sál og samfélag. Af þessu tilefni birti Hugrás eftirfarandi pistla:
-

Bókmenntaborg er skapandi borg
Reykjavíkurborg var nýverið útnefnd ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, tók þátt í vinnu við gerð umsóknar Reykjavíkurborgar um titilinn. Hugrás hitti Rúnar að máli.
-
Hugrás fer í sumarfrí
Hugrás verður í sumarfrí í júlímánuði en fer aftur af stað í byrjun ágúst. Við óskum lesendum okkar góðra sumardaga.
-

Höskuldur Þráinsson um Noam Chomsky
Viðtal við Höskuld Þráinsson prófessor í tilefni af væntanlegri komu bandaríska fræðimannsins Noam Chomsky til Íslands. Höskuldur segir frá tildrögum þess að Chomsky heimsækir landið og fjallar einnig aðeins um fræðimanninn og málfræðikenningar hans.
-

Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?
Sjálfstæði Íslendinga var óhugsandi á tímum Jóns Sigurðssonar og hann gerði sér fulla grein fyrir því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stuttu viðtali Hugrásar við Guðmund Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, um Jón og sjálfstæðisbaráttuna.

