Author: Dagný Kristjánsdóttir
-
Risaeðlur liggja í valnum
Þegar tjaldið er dregið frá stóra sviði Þjóðleikhússins blasir við hol í hefðarlegri villu með stórum og breiðum stiga upp á efri hæðir. Það er flygill í holinu, nettur sófi og stólar og gína í íslenskum skautbúningi. Þetta er sendiherrabústaður í óþekktu landi. Þegar hringsviðið snýst kemur í ljós stór borðstofa og síðan lítið eldhús…
-
„Vér hverfum frá oss sjálfum“
Franska leikritaskáldið Florian Zeller hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir verkið Föðurinn, meðal annars Moliere verðlaun árið 2014. Verðskuldað er það. Þetta er ákaflega vel skrifað og sterkt leikrit en það er þannig gert að það leiðir áhorfandann stig af stigi inn i hugarheim föðurins, André, (Eggert Þorleifsson). Sá hugarheimur er framandlegur og kemur okkur á…
-
Mun sannleikurinn gera yður frjáls?
Yfir stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu gnæfir risavaxin stálgrind sem samanstendur af háum kössum sem koma saman í kúpli efst. Ímyndunarafl áhorfandans tekur við sér og hann fer að reyna að finna merkingu í þessu – er þetta tákn nútíma, vísinda og tækni, stóriðjuver, stílfærð kónguló? Mögnuð, hörð tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar kallaði líka á tengingar…
-
Fyndnar, harmrænar og magnaðar Kartöfluætur
Þegar Vincent van Gogh málaði Kartöfluæturnar árið 1885 vildi hann lýsa fátækum, hollenskum bændum á eins raunsæjan hátt, eins lausan við tilfinningasemi, og mögulegt væri. Þetta fólk var salt jarðar í hans huga. Hversdagshetjur. Málverkið er í jarðlitum, alþýðufólkið á myndinni er hvert í sínum heimi, dapurt, mögulega langhungrað. Van Gogh var varaður við því…
-
„Þeir náðu mér fyrir löngu…“
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um uppsetningu Borgarleikhússins á leikgerð skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell: „Miðflötur leikmyndarinnar verður síðar hið skelfilega herbergi nr. 101 í Ástarráðuneytinu þar sem fólk er svift mennsku sinni og ástin drepin. Það var kaldhæðið og snjallt.“
-
Smán eftir Ayad Akhtar
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um uppfærslu Þjóðleikhússins á Smán eftir leikskáldið Ayad Akhtar. Leikritið sló í gegn í Bandaríkjunum árið 2012 og hlaut Ayad Pulitzer-verðlaunin það sama ár.
-
Leikhúslíf í Edinborg
Dagný Kristjánsdóttir fjallar um leiksýningar sem hún hefur séð í Edinborg að undanförnu.
-
Þórbergur?
Dagný Kristjánsdóttir segir ekki ofmælt að það sem af sé nýrri öld hafi verið öld Þórbergs Þórðarssonar – og nú sé röðin komin að leikhúsinu. Hún fjallar um
-
Framtíðin og barnið
Dagný Kristjánsdóttir prófessor fjallar um leiksýninguna Andaðu (Lungs) eftir Duncan Macmillan sem nú er sýnt í Iðnó. Í verkinu glímir par á þrítugsaldri við
-
Siðferðileg mörk – hvar eru þau?
Hvaða umboð og rétt hefur skáldsagnahöfundur til að hefja sig yfir almennt siðferði í því sem hann skrifar? Svarið við því er trúlega að hann hefur
-
Verkamenn í víngarði kvikmyndanna
Ræman eftir Annie Baker er óður til amerískra kvikmynda. Leikritið gerist í kvikmyndahúsi, því síðasta í borginni sem sýnir kvikmyndir í gamaldags sýningarvél.