Author: Björn Þór Vilhjálmsson
-
Hlaðvarp Engra stjarna #11 – Ísland: Bíóland
Rætt við Ásgrím Sverrisson um stöðuna í bíóheimum, útlitið í íslenska bíóinu og heimildarþáttaröð hans Ísland: Bíóland.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #10 – Maður fer í stríð
Í Hlaðvarpi Engra stjarna er að þessu sinni rætt við Benedikt Erlingsson um mynd hans, Kona fer í stríð, pólitíska róttækni og íslenska bíómenningu í víðum skilningi.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #7 – Jeppi á fjalli
Rætt er við Gunnar Ragnarsson um íranska leikstjórann Abbas Kiarostami, alþjóðlega listabíóið og breytufrásagnir. Þáttarumsjón Björn Þór Vilhjálmsson.
-
Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði 2020
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um árlega ráðstefnu kvikmyndafræðinnar, Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði, sem verður haldin í þriðja sinn 11. desember næstkomandi. Hefjast leikar kl. 13 og málþingið stendur til kl. 17.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #5 – Drag og menning
Viðfangsefni Engra stjarna í þetta skiptið er drag, jafnt í kvikmyndum, sjónvarpi og í íslensku skemmtanalífi. Sérstakur gestur þáttarins er Sólveig Johnsen, kvikmyndafræðingur, dragsérfræðingur, dragkóngur og listamaður á hinum ýmsustu sviðum.
-
Flagð undir fögru yfirvaraskeggi
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um kvikmyndina Pretty Maids All in a Row, sem hann segir eina af fyndnari kvikmyndum eftirstríðsáranna en um leið eina þá mest truflandi.
-
„Hingað erum við komin til að dæma bestu myndina, ekki versta ástandið“: Evrópsku háskólakvikmyndaverðlaunin
Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, fjallar um Evrópsku háskólakvikmyndaverðlaunin sem verða afhent á Íslandi í ár og ræðir við Nikulás Tumi Hlynsson sem var erindreki kvikmyndafræði Háskóla Íslands á verðlaunahátíðinni í Hamborg á síðasta ári.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #4: Bíó Paradís – fyrsta listabíóið, síðasta listabíóið?
Í fjórða þætti Hlaðvarps Engra stjarna sest Björn Þór Vilhjálmsson niður með nokkrum viðmælendum, þar á meðal Hrönn Sveinsdóttur, og ræðir um Bíó Paradís.
-
Björgum Bíó Paradís
Kvikmyndafræðinemar við Háskóla Íslands fjalla um fyrirhugaða lokun Bíó Paradísar.
-
Hlaðvarp Engra stjarna #3: Blossi og költkvikmyndir
Í þriðja hlaðvarpsþætti Engra stjarna ræðir Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, við Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnema og sérfræðing um költmyndir, um stöðuna sem blasir við þegar hugað er að íslenskum költmyndum.
-
Paradísarmissir
Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um Bíó Paradís í ljósi frétta af yfirvofandi lokun kvikmyndahússins.
-
Hlaðvarp Engra stjarna: Martin Scorsese og The Irishman
Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ræðir við Heiðar Bernharðsson, kvikmyndafræðing, um nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman (2019), en samhliða því er fæti drepið niður víða í höfundarverki þessa mikilsvirta leikstjóra.