Hlaðvarp Engra stjarna #3: Blossi og költkvikmyndir

Í þriðja hlaðvarpsþætti Engra stjarna ræðir Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, við Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnema og sérfræðing um költmyndir, um stöðuna sem blasir við þegar hugað er að íslenskum költmyndum. Er þar sérstaklega staldrað við Blossa eftir Júlíus Kemp frá árinu 1997, og grafist er fyrir um ýmislegt það sem gerir þessa kvikmynd að sannri íslenskri költmynd. Þá ræða Björn og Gunnar einnig almennt um költmyndina sem greinafræðilegt frávik og leitast við að festa hendur á þeirri undurfurðulegu merkingarfræði sem umbreytir kvikmynd í költmynd.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Engra stjarna og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila