Hlaðvarp Engra stjarna #6

Viðfangsefni hlaðvarps Engra stjarna að þessu sinni er hvernig Engar stjörnur hættu að hafa áhyggjur og lærðu að elska hrollvekjuna. Sérstakir gestir þáttarins eru Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, og Ísak Jónsson, tæknimaður, en báðir eru sérstakir áhugamenn um viðsjárverða menningu.

Ekkert er heilagt og allt er lagt undir í krufningu á hrollvekjunni sem spannar nær alla kvikmyndasöguna, fjölmörg ólík þjóðlönd og litríka persónuleika. Ferðast er frá Hollywood til Rómar, frá meginstraumnum til neónlýstra og regnvotra skuggastræta braskbíósins og myndbandsmeinsemda. Aðalpersónur eru fjölbreyttar, allt frá Lucio Fulci og Dario Argento til Alfreds Hitchcock og Davids Cronenberg. Drepið er niður fæti í bílabíóum fortíðar og helsta fjallstindi mannætumyndahefðarinnar, Cannibal Holocaust, auk þess sem sokkabandsár íslenska bannlistans eru rædd. Þá er hugað að „Mömmu“, hinum sögufræga neðanjarðarsplatterklúbbi í Reykjavík á níunda áratugnum, og „fjölmiðlauppþotinu“ sem hann olli.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Engra stjarna og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila