Glæpakrúttið Kenneth Máni

[container]

Um höfundinn
Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði og sálgreining. Sjá nánar

 Fanga-, dag- og næturvaktin á Stöð tvo stimpluðu sig inn í hjörtu þjóðarinnar, gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra, höfðu áhrif á tjáningu og voru sálgreindar í tímaritsgreinum– svo fátt eitt sé nefnt. Nú hefur ein persóna Fangavaktarinnar orðið efni í einleik sem heitir Kenneth Máni og er borinn uppi af „honum sjálfum“ (Birni Thors) en hann tekur á móti gestum í Borgarleikhúsinu, glaðbeittur og létt-ruglaður og afskaplega fyndinn.

Einleikur eða uppistand?

Ég var svolítið ráðvillt framan af sýningu um hvers konar gjörningur hún væri. Var þetta einleikur eða uppistand eða einhvers konar endurlit til sjónvarpsseríunnar? Sennilega flokkast hún undir það sem Bretar kalla „character comedy“. Handritið er skrifað af teyminu Jóhanni Ævari Grímssyni, Sögu Garðarsdóttur og Birni Thors sjálfum – allt saman mjög hæft fólk sem skrifar hér keðju af atriðum um hugarheim smákrimmans Kenneth Mána sem hefur „stolið innbúi og eigum helmings áhorfenda og á eftir að stela því frá hinum helmingnum og „hinum helmingnum“ kannski enn aftur“ eins og hann segir.  Þessi rökleysa (hinn helmingurinn og svo hinn helmingurinn), hljómur og form orðanna, bull og spunar í tungumálinu koma oft upp í einræðum Kenneths Mána. Stundum er hann beinlínis að brjótast í gegnum algjört  umferðaröngþveiti í tungumálinu og manni finnst að málleysið sé kannski hið raunverulega fangelsi hans.

Tragíkómískur strákur

Kenneth Máni er einföld sál og finnur meira til en hann hugsar og ef fólk gengur of nærri honum á hann það til að nefbrjóta það. Hann er fljótur að afskrifa sig fyrir hönd annarra þó að Kristján morðingi og sálfræðingur og gúrú í fangelsinu segi honum að vera stoltur af því sem hann sé  og því sem hann geri (sem verður honum tilefni til að telja upp stoltustu innbrotin sín).  Kenneth Máni er fáránlegur gaur, hann er trúður sem felur harm sinn en í lokin fáum við innsýn í hans veikustu hlið og lokahnútarnir eru hnýttir. Það hefði kannski mátt stefna markvissar að því og skera textann svolítið niður, taka burt hléið sem var óþarft, tveir tímar er mjög langur tími í gamanleik af þessu tagi. Eitt er þó víst og það er að salurinn kolféll fyrir þeim Kenneth Mána sem Björn Thors bjó til – það er ekki á hverjum degi sem maður kynnist heiðarlegum glæpamönnum

Deila

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *