Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.
„eins og að reyna að æpa í draumi“
Inngangur Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur, Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnarar Margrétar Guðmundsdóttur, þemaritstjóra Ritsins. Í nýjasta hefti þess er birt efni um kynbundið ofbeldi af ýmsum rannsóknarsviðum, ekki aðeins úr hugvísindum heldur t.d. líka félagsvísindum og heilbrigðisvísindum.
Birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku
Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor fjallar um birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku.
Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni borgir í víðu samhengi. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, er nú gefið út í rafrænum formi á ritid.hi.is.
Ritið í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi
Ritið 1/2018 er komið út og er Ritið nú í fyrsta sinn í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Þema þessa heftis er lög og bókmenntir en heimar bókmennta og skáldskapar geta skarast margvíslega við lög og rétt.
„Lítilmagnans morgunroði?“
Rósa Magnúsdóttir, dósent í sagnfræði við Institut for Kultur og Samfund, fjallar um greinina „Lítilmagnans morgunroði?“ sem hún birtir í Ritinu:3/2017.
Rússneska byltingin fyrr og síðar
Inngangur Jóns Ólafssonar, þemaritstjóra Ritsins:3/2017.
Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?
Inngangur Maríu Helgu Guðmundsdóttur að þýðingu greinarinnar „Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?“ eftir Lauren Berlant og Michael Warner. Þýðinguna má finna í Ritinu:2/2017.
Hvað eru lesbískar bókmenntir?
Inngangur Ástu Kristínar Benediktsdóttir að þýðingu greinarinnar „Hvað eru lesbískar bókmenntir?“ eftir Lillian Faderman. Þýðinguna má finna í Ritinu:2/2017.
Að hinsegja heiminn
„Að okkar mati er ekki hjálplegt að líta á hinsegin fræði sem fyrirbæri,“ segja Lauren Berlant og Michael Warner í gestapistli um hinsegin fræði sem þau voru beðin að skrifa í bandaríska tímaritið PMLA árið 1995. „[H]insegin fræði eru ekki fræði um neitt sérstakt og þeim tilheyrir engin tiltekin ritaskrá“, bæta þau síðan við.[1] Þetta ekki-fyrirbæri sem þau fjalla um og rífa niður í sömu andrá var nýtt, ferskt, spennandi og í hraðri mótun á ritunartíma pistilsins en það útskýrir ekki mótþróa höfundanna gegn því að skilgreina það. Í þessari ögrandi mótsögn má hins vegar segja að felist kjarni og …
Ósiðlegir gjörningar og róttækar launhelgar
Hópur nýframúrstefnulistamanna sem kenndi sig við aksjónisma starfaði í Vín á sjötta áratugnum og urðu þeir alræmdir fyrir list sem brýtur bannhelgar samfélagsins og storkar hefðum og almennu velsæmi. Markarof þeirra beinast sér í lagi gegn andlausri menningarpólitík og afturhaldssemi Austurríkis eftirstríðsáranna. Lítið hefur þó verið ritað um þennan umdeilda hóp á íslenskri tungu. Í greininni vík ég sjónum mínum að gjörningi Hermann Nitsch, Abreaktionsspiel, þar sem fléttast saman ólíkar orðræður á borð við klám, dulspeki, kaþólsk helgihald, sálgreining og lífhyggja. Þessar orðræður eru rannsakaðar eins og þær birtast í verkinu og kannað hvaða hlutverki þær gegna innan fagurfræðilegs verkefnis …
Úr dulardjúpum menningarinnar
Dulspeki er þema fyrsta heftis Ritsins 2017. Ritstjórar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Benedikt Hjartarson.