Category: Útvarpsþættir
-
Útvarpsþættir um líf og störf Ingmar Bergman
Ingmar Bergman er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri tuttugustu aldarinnar en á ferlinum gerði hann á sjötta tug bíómynda og starfaði samhliða því alla tíð í leikhúsi. Haukur Ingvarsson fjallaði nýverið um ævi og störf Bergmans í Glætu á Rás 1. Björn Ægir Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði og Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, báðir fræðimenn á Hugvísindasviði…
-
Bókmenntir Rómönsku Ameríku
Málþing um bókmenntir frá Rómönsku Ameríku var nýverið haldið við Háskóla Íslands. Þingið bar titilinn: Töfraraunsæið í Rómönsku Ameríku: Klassík eða klisja? Erindin voru hljóðrituð og nú er hægt að hlusta á kafla úr þeim á heimasíðu Rásar 1.
-
Aldarspegill í útvarpi
Aldarspegill í útvarpi er útvarpsþáttaröð sem Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í hagnýtri menningarmiðlun, gerði í tilefni af 80 ára afmæli útvarpsins árið 2010. Nú er hægt að hlusta á þættina á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins og á iTunes.
-
Heimur hugmyndanna
Veturinn 2009-2010 var þátturinn Heimur hugmyndanna á dagskrá Rásar 1 á sunnudagsmorgnum. Ævar Kjartansson og Páll Skúlason fjölluðu um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Þættirnir eru aðgengilegir á þessari síðu.
-
Málstofan
Í þætti Rásar 1, Málstofunni, fjalla fjalla fræðimenn við Háskóla Íslands um íslenskt mál og segja frá eigin athugunum og rannsóknum. Meðal efnis er málfar líðandi stundar, mál og kyn, máltækni, máltaka barna, tónfall, málsaga og orðsifjafræði, íslenska táknmálið, samtalsgreining, mállýskur og ýmis tilbrigði og nýjungar í máli. Þáttarstef: Árni Heiðar Karlsson.