Nýyrði í ljóðmáli íslenskra skálda

Í Hugvarpi veltir Steinunn Sigurðardóttir skáld fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, frá Jónasi Hallgrímssyni til Sigfúsar Daðasonar og um leið beinir hún sjónum að ofnotkun valinkunnra orða.

Aftökur og dauðadómar á Íslandi

Viðtal við þrjá af aðstandendum verkefnisins Dysjar hinna dæmdu, en markmið þess er að leita upplýsinga um þá einstaklinga sem teknir voru af lífi hér á landi tímabilið 1550-1830.

Heimili fátæks fólks á fyrri tíð

Út er komin bókin Híbýli fátæktar: Húsnæði og veraldleg gæði fátæks fólks á 19. og fram á 20. öld, eftir þau Finn Jónasson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Hugvarp ræddi við tvo af höfundunum.

Kæra Jelena

Rebekka Þráinsdóttir fjallar um leikverkið Kæra Jelena, höfund þess og viðtökur í Sovétríkjunum þegar það var fyrst sett upp í byrjun níunda áratugs 20. aldar.

Er í lagi með lýðræðið?

Nýverið fór fram málþing á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu og þróun lýðræðis á Íslandi í upphafi 21. aldar, en þar fjölluðu þau Guðmundur Hálfdanarson, Stefanía Óskarsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson um nýútkomna bók sem nefnist Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur.

Þar sem vísindaheimspeki og þekkingarfræði mætast

Eiríkur Smári Sigurðarson ræðir við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, en hann hlaut nýverið Nils Klim verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á þekkingarfræði og vísindaheimspeki, fyrstur Íslendinga.

Mazen Maarouf og Brandarar handa byssumönnum

Gauti Kristmannsson og Þórir Jónsson Hraundal fjalla um íslensk-palestínska rithöfundinn Mazen Maarouf sem hefur verið tilnefndur til Man Booker verðlauna fyrir bókina Brandarar handa byssumönnum.

Það besta á Stockfish 2019

Björn Þór Vilhjálmsson, Álfheiður Richter Sigurðardóttir og Rósa Ásgeirsdóttir fjalla um hápunkta kvikmyndahátíðarinnar Stockfish sem haldin var í Bíó Paradís nýverið.