Category: Fréttir
-
Jaðarkvennasaga
Dalrún J. Eygerðardóttir hefur gefið út bók um konur sem voru á jaðri gamla bændasamfélagsins, vegna lífshátta sinna; förukonur og einsetukonur. Bókina er í opnum rafrænum aðgangi.
-
Hugmyndaheimur Páls Briem
Út er komin bókin Hugmyndaheimur Páls Briem, en í hana skrifa sjö sagnfræðingar um Pál Briem, sýslumann og þingmann. Hugvarp ræddi við ritstjóra bókarinnar, sagnfræðingana Ragnheiði Kristjánsdóttur og Sverri Jakobsson.
-
Ritið 3/2019: Umhverfishugvísindi og samtími
Umhverfishugvísindi og samtími eru umfjöllunarefni þriðja og síðasta heftis Ritsins á þessu ári. Fjallað er um náttúruna og umhverfi á fjölbreyttan hátt; náttúruvernd, náttúruupplifun og gildi náttúrunnar, landslag, eldfjöll og áhrif náttúrunnar á okkur mennina, svo eitthvað sé nefnt.
-
Þýðingar afrískra smásagna
Fjórða bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins er nú komið út hjá bókaforlaginu Bjarti. Bindið geymir nítján sögur frá sautján löndum Afríku og meðal höfunda sem eiga sögu í bindinu má nefna Nadine Gordimer, J. M. Coetzee, Naguib Mahfouz, Chimamanda Ngozi Adichie, Yousuf Idris og Assia Djebar.
-
Ritið 2/2019: Íslenskar kvikmyndir
Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins sem nú er komið út. Í því eru birtar fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um Húsið, fyrstu íslensku hrollvekjuna í fullri lengd.
-
Nýtt hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar
Fyrra hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar árið 2019 er komið út. Í ritinu er að finna greinar um margvísleg guðfræðileg umfjöllunarefni, til að mynda trúarleg stef í textum sönglaga Sigvalda Kaldalóns, aðskilnað ríkis og kirkju og trúarlegt framlag Frans páfa og Walters Brueggemann til samtímaumræðu um réttlæti og almannaheill. Tímarit er gefið út í rafrænu formi og…
-
Ritið 1/2019: Kynbundið ofbeldi
Öðru sinni beinir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sjónum að kynbundnu ofbeldi og sýnir sá fjöldi greina sem þar birtist hversu þörf og víðtæk sú umræða er. Í heftinu eru birtar átta greinar um efnið, þar af sex ritrýndar en þær óritrýndu eru þýðingar á textum tveggja skálda, þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur og Nailu Zahan Ana.
-
Nýtt rit um framúrstefnuhræringar á Norðurlöndum
Út er komið ritið A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950. Ritstjórar verksins eru Benedikt Hjartarson, Andrea Kollnitz, Per Stounbjerg og Tania Ørum.
-
Bókmenntaþýðingar milli mála
Nýtt hefti Milli mála er komið út og í þessu hefti er nokkur áhersla lögð á bókmenntaþýðingar. Milli mála er veftímarit í opnum aðgangi.
-
Hugsað með Aristótelesi
Út er komin ritið Hugsað með Aristótelesi í ritstjórn Eiríks Smára Sigurðarsonar og Svavars Hrafns Svavarssonar. Útgefandi er Heimspekistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna.
-
Tvímála útgáfa á ljóðum Pablo Neruda
Út er komin bókin Hafið starfar í þögn minni: Þýðingar á ljóðum eftir Pablo Neruda. Í bókinni er að finna, í tvímála útgáfu, heildarsafn þýðinga – af spænsku á íslensku – á ljóðum eftir síleska ljóðskáldið Pablo Neruda.