Nýtt rit um framúrstefnuhræringar á Norðurlöndum

Út er komið hjá forlaginu Brill / Rodopi ritið A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950. Ritið kemur út í hinni virtu ritröð Avant-Garde Critical Studies og um er að ræða þriðja bindið af fjórum sem helguð eru menningarsögu framúrstefnunnar á Norðurlöndum. Ritstjórar verksins eru Benedikt Hjartarson, Andrea Kollnitz, Per Stounbjerg og Tania Ørum.

Í bókinni, sem er fyrsta ritið sem helgað hefur verið framúrstefnuhræringum á Norðurlöndum á umræddu tímabili, er fjallað um það hlutverk sem framsæknir straumar í bókmenntum og listum gegndu á þessum gróskumikla tíma og sjónum beint að menningarlegu, þjóðfélagslegu og hugmyndafræðilegu samhengi þeirra. Fjallað er jöfnum höndum um bókmenntir, myndlist, arkitektúr, hönnun, kvikmyndir, sviðslistir, líkamsmenningu, útvarp, ljósmyndun og aðra miðla og listgreinar. Alls hefur ritið að geyma um fimmtíu greinar og fjalla nokkrar þeirra sérstaklega um íslenskt efni. Höfundar þeirra greina eru Aðalsteinn Ingólfsson, Anna Jóhannsdóttir, Ólafur Rastrick og Benedikt Hjartarson.

Nánari upplýsingar um ritið má nálgast á vef forlagsins.

A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950
A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950
 

[fblike]

Deila