Útvarp

Aldarspegill í útvarpi

[container]
 

 [container] Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í Sagnfræði- og heimspekideild, hefur umsjón með þáttaröðinni Aldarspegill í úvarpi á Rás 1 sem gerðir eru í tilefni af 80 ára afmæli Útvarpsins. Þættirnir, sem verða alls átta, eru á dagskrá á laugardögum kl. 16.05 og endurfluttir á miðvikudögum kl. 13.00.

Hver þáttur tekur til eins áratugar. Í fyrsta þættinum fjallaði Eggert Þór um árin frá kreppu til styrjaldar. Í næsta þætti var sagt frá síðari heimsstyrjöldinni, hernáminu, skilnaði Íslands og Danmerkur og lýðveldisstofnuninni en þættinum lauk með inngöngunni í Atlanthafsbandalagið árið 1949. Í þriðja þættinum, sem var fluttur 5. febrúar, var viðfangsefnið menningarumfjöllun um miðbik síðustu aldar með megináherslu á sjötta áratuginn. Fjórði þátturinn nefnist Hve glöð er vor æska og tekur til sjöunda áratugarins. Sá fimmti kallast Í fréttum er þetta helst og fjallar um áttunda áratuginn. Þannig rekur hver áratugur annan.

Efni Aldarspegils í útvarpi er að miklu leyti byggt á hljóðritum í segulbandasafni Útvarpsins. Safnið er mikið að vöxtum og afar forvitnilegt – eins konar spegill þjóðlífsins.

Hægt er að nálgast upptökur af þáttunum á vef Ríkisútvarpsins.

 

[/container]