Category: Ritið
-
Ritið:2/2023. Kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð
Þrjú víðfeðm hugtök vörðuðu veginn að áhugaverðum þemagreinum sem birtast í öðru hefti Ritsins sem nú er komið út. Það eru hugtökin kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð.
-
Illska og óhugnaður í Ritinu
Rannsóknir á illsku og óhugnaði eru þema fyrsta heftis Ritsins á þessu ári sem nú er komið út. Undir hatti þemans birtast þrjár ritrýndar greinar sem eiga það sameiginlegt að fjalla um illsku og óhugnað í íslenskum samtímabókmenntum. Vera Knútsdóttir greinir skáldsögurnar Hvítfeld: fjölskyldusaga (2012) eftir Kristínu Eiríksdóttur og Ég man þig (2010) eftir Yrsu Sigurðardóttur og dregur fram hvernig skáldkonurnar beita fagurfræði…
-
Femínismi í Ritinu
Út er komið Ritið:2/2022, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema Ritsins er að þessu sinni helgað rannsóknum á femínisma en undir hatti þess birtast sjö greinar, allar eftir fræðikonur.
-
Ritið 1/2021: Arfleifð Freuds
Í Ritinu 1/2021 er fjallað um arfleifð Freuds og hvernig unnið hefur verið úr henni með áherslu á heimspeki, guðfræði, kvikmyndir og bókmenntir.
-
„eins og að reyna að æpa í draumi“
Inngangur Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur, Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnarar Margrétar Guðmundsdóttur, þemaritstjóra Ritsins. Í nýjasta hefti þess er birt efni um kynbundið ofbeldi af ýmsum rannsóknarsviðum, ekki aðeins úr hugvísindum heldur t.d. líka félagsvísindum og heilbrigðisvísindum.
-
Birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku
Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor fjallar um birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku.
-
Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni borgir í víðu samhengi. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, er nú gefið út í rafrænum formi á ritid.hi.is.
-
Ritið í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi
Ritið 1/2018 er komið út og er Ritið nú í fyrsta sinn í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Þema þessa heftis er lög og bókmenntir en heimar bókmennta og skáldskapar geta skarast margvíslega við lög og rétt.
-
„Lítilmagnans morgunroði?“
Rósa Magnúsdóttir, dósent í sagnfræði við Institut for Kultur og Samfund, fjallar um greinina „Lítilmagnans morgunroði?“ sem hún birtir í Ritinu:3/2017.
-
Rússneska byltingin fyrr og síðar
Inngangur Jóns Ólafssonar, þemaritstjóra Ritsins:3/2017.
-
Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?
Inngangur Maríu Helgu Guðmundsdóttur að þýðingu greinarinnar „Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?“ eftir Lauren Berlant og Michael Warner. Þýðinguna má finna í Ritinu:2/2017.