Author: Hugrás

  • Hvísl

    Hvísl

    [container] Miðvikudaginn 15. maí gáfu meistaranemar í ritlist og hagnýtri ritstjórn út sýnisbókina Hvísl. Bókin er afurð námskeiðs meistaranemanna „Á þrykk.“ Um er að ræða rúmlega 200 blaðsíðna bók með sýnisverkum þrettán meistaranema í ritlist í ritstjórn fimm meistaranema í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Leiðbeinandi er Guðrún Sigfúsdóttir ritstjóri. Í bókinni er ýmist að finna…

  • Hverra manna ert þú?

    Hverra manna ert þú?

    [container] Afi minn fæddist á Suður-Jótlandi, í Danmörku. Fjölskyldan flutti og móðir mín fæddist í Slésvík-Holtsetalandi, í Þýskalandi. Í barnaskóla lærði móðir mín um Ísland og dreymdi um að komast til eyjunnar bláu. Hún lét drauminn rætast, kom hingað siglandi um borð í Gullfossi, og ég fæddist í Reykjavík, á Íslandi. Einn íslensku ættingjanna hringdi…

  • Storð

    Storð

    [container] Í Hólavallakirkjugarði, öðru nafni gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, er gott að ganga um. Við dætur mínar förum meira að segja reglulega í lautarferð þangað með kakó á brúsa, bók og eitthvað gúmmilaði. Tyllum okkur við nýtt og nýtt leiði og látum fara vel um okkur. Má vera að þetta sé undarlegur lautarstaður. En í…

  • Innipúki og antisportisti

    Innipúki og antisportisti

    [container] Ég lærði að lesa þegar ég var fjögurra ára gömul og varð samstundis heilluð. Næstu árin las ég og las og fékk mjög misvísandi skilaboð frá umhverfinu varðandi þennan mikla lestur. Það þótti afskaplega jákvætt að lesa og læra en um leið var ég ekki nægilega mikið úti að leika mér. Ég hafði gaman…

  • Upp, upp, mín sál

    Upp, upp, mín sál

    [container] Flestir þekkja sögurnar um Sæmund fróða og Kölska þar sem Kölski reynir í sífellu að klófesta sál Sæmundar fróða. Samúð mín hefur alltaf, í laumi, legið hjá Kölska karlinum. Kölski er eitthvað svo mannlegur. Hann er gráðugur, pínulítið einfaldur, en alveg strangheiðarlegur. Alltaf lofar hann öllu fögru og stendur við það upp á punkt…

  • En hvar má ég þá vinna ástin mín?

    En hvar má ég þá vinna ástin mín?

    [container] Ég kvaddi unnusta minn. Hann fór að vinna í  útlöndum. Rómantíski sjómaðurinn bað mín daginn áður en hann fór. Hann hafði misst vinnuna í hruninu, fengið aðra sem honum líkaði ekki, pilluvélasmurningar í sótthreinsuðum búningi. Hann sagði upp og varð spenntur. Mér var því næstum sama. Hann var jú með menntun og leyfi til…

  • Hin eilífa hringrás viðbitsins

    Hin eilífa hringrás viðbitsins

    [container] Þegar ég var barn fannst mér poppkorn afar gott. Poppað í potti (áður en örbylgjuofnar urðu almenningseign) upp úr alvöru smjöri. Það var fátt betra, borið fram í eldföstu móti og borðað yfir Fyrirmyndarföður á laugardögum. Ég man ekki hversu gömul ég var þegar það kom í fréttunum að smjör væri afskaplega óhollt fyrir…

  • Ritið:1/2013 um minni og gleymsku

    Ritið:1/2013 um minni og gleymsku

    [container] Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er nú komið út og er þemað í þetta skipti „Minni og gleymska“. Heftið hefur að markmiði að varpa ljósi á hlutverk minnis og gleymsku á mismunandi sviðum. Orðræðan um minni og gleymsku er orðin gríðarlega mikilvæg. Eftir stríðsátök 20. aldarinnar, á tímum upplýsingatækninnar og fólksflutninga, þurfum við…

  • Við eigum það skilið

    Við eigum það skilið

    [container] Við Íslendingar kunnum því vel þegar logið er að okkur, við teymd á asnaeyrunum og  misnotuð á allan hugsanlegan hátt. Við blátt áfram elskum að láta okra á okkur og stela af okkur, einkum ef stolið er úr því sem stundum er kallað sameign þjóðarinnar. Þessar ályktanir má draga af niðurstöðum nýlegra skoðanakannana á…

  • Á þriðju hæð til hægri

    Á þriðju hæð til hægri

    [container] Fjölbýli eru smækkuð mynd af samfélaginu. Þau krefjast gagnkvæmrar virðingar íbúa og umburðarlyndis. Fyrir neðan mig býr tónlistarunnandi. Upp úr hádegi, og stundum fyrr, fara tónarnir að smokra sér gegnum þrjátíu og fjögurra sentímetra járnhertu steinsteypuna, upp í iljarnar á mér og inn um hlustirnar. Það er undantekningartilfelli ef maðurinn spilar tónlist án þess…

  • Ljótu börnin

    Ljótu börnin

    [container] Fyrir tvöhundruð árum fengu tveir bræður þá flugu í höfuðið að fara að safna saman sögunum sem fólkið í þjóðfélaginu sagði hvert öðru til þess að stytta sér stundir. Þetta voru þeir Jakob og Wilhelm Grimm og sögurnar sem þeir söfnuðu saman eru af mörgum taldar upphaf eiginlegrar þjóðsagnasöfnunar. Áður en  Grimmsbræður, Jón Árnason,…

  • Lukkupotturinn

    Lukkupotturinn

    [container] Ég er sjónvarpsstjóri. Minn eiginn. Ég ræð líka yfir tímanum. Ferðast aftur í tímann þegar mér hentar, stunda tímaflakk í stofusófanum með DeLorean fjarstýringu. Frú Marty McFly. Nýjasta tækni í boði fjarskiptafyrirtækis gerir mér þetta kleift. Ekki alveg í boði kannski, eitthvað kosta herlegheitin en látum það liggja milli hluta. Loksins ræð ég einhverju,…