Author: Gauti Kristmannsson
-
Stöðugleiki tungunnar
Gauti Kristmannsson hugar að notkun orðsins „stöðugur“ og röklegum árekstri þess og „óróa“. Hann segir Seðlabankann hafa beitt orðinu betur og af meiri stöðugleika heldur en aðrir í umfjöllun um íslensk peningamál. Enda hafi bankinn fjármálalegan „stöðugleika“ að meginverkefni sínu.
-
Frankfurtarpunktar III
Ísland var ekki það eina sem allt snerist um á bókastefnunni í Frankfurt. Gauti Kristmannsson fór á nokkra viðburði tengda Arabaheiminum, en ljóðskáld og rithöfundar skipta nú miklu máli í opinberri arabískri umræðu um þjóðfélagsmál, réttlæti og sögu.
-
Frankfurtarpunktar II: Jón Gnarr í leikhúsi menningar
Ekki snerist allt beint um bækur á bókastefnunni í Frankfurt. Gauti Kristmannsson segir frá Jóni Gnarr og spjallfundi sem ein helsta stjarna þýskra spjallþátta, Richard David Precht, var með í leikhúsinu Mousonturm í Frankfurt.
-
Frankfurtarpunktar
Gauti Kristmannsson var á bókastefnunni í Frankfurt sem var haldin í síðustu viku og hefur sett niður nokkra punkta um hana frá mismunandi sjónarhornum. Þessir punktar birtast í nokkrum skömmtum næstu daga, hér er fyrsti hluti þeirra.
-
Til varnar þjóðríkinu og samfélaginu
Er einhver ástæða til að halda í þjóðríkið? Svo spyr Gauti Kristmannsson í pistli um mikilvægi þjóðríkisins, andstæðinga þess og áhrif Evrópusambandsins. Hann segir orð Margaretar Thatcher um að það sé ekki til neitt sem sé samfélag, rætast í Bretlandi þessa dagana.
-
Þversögn þjóðernis
Gauti Kristmannsson hefur greinaröðina Þjóðernispælingar á knattspyrnuvelli í Frankfurt. Írska stórsveitin U2 er með tónleika en stemningin er einhvern veginn dofin. Ástæðan er sú að þremur dögum áður höfðu nýnasistar varpað mólótovkokkteilum að íbúðarhúsi með hörmulegum afleiðingum.
-
Borgaraleg gildi nýfrjálshyggjunnar
Nýfrjálshyggjan henti borgaralegum gildum og dyggðum borgarastéttarinnar út um gluggann og gerði markaðinn að eina siðferðisvísi sínum. Þetta segir Gauti Kristmannsson og bætir við að þetta komi einna augljósast fram í framferði Íslendinga í Icesave málinu.
-
Ritstuldur ráðherra
Eitt meginefni frétta í Þýskalandi undanfarna daga hefur verið ritstuldarmál varnarmálaráðherrans Karls-Theodors zu Guttenberg eins vinsælasta stjórnmálamanns landsins. Gauti Kristmannsson reifar þetta neyðarlega mál.
-
Þjóðarskrípi eða skrípaþjóð?
Sunnudaginn 6. febrúar sl. kom Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ fram í þættinum „Sprengisandur“ á Bylgjunni. Fátt kom þar Gauta Kristmannssyni á óvart en honum fannst skemmtilegt að hlusta á rökin þegar kom að skilgreiningu lykilhugtaka, nokkuð sem hugvísindamaðurinn Gauti vinnur við alla daga.
-
Ég mótmæli! Ég var rændur atkvæði mínu
Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, er óhress með að hafa verið sviptur atkvæði sínu í kosningum til stjórnlagaþings 2011. Hann segir m.a.: “Ég kaus til stjórnlagaþings. Mér fannst og finnst það mikilvægt. Mér fannst kjörið ekki flókið, en mér fannst lélegt að heyra úrtölumenn segja það óþarft eftir mestu straumhvörf sem orðið hafa á síðari…