Hlaðvarp Engra stjarna #20 – The Texas Chainsaw Massacre

Í nýjasta hlaðvarpi Engra stjarna ræða Björn Þór og Greg Burris um sögufræga hrollvekju, jafnvel sögufrægustu hrollvekjuna af þeim öllum: The Texas Chainsaw Massacre. Því til viðbótar mæla Björn og Greg með fimm hrollvekjum sem þeim þykja hafa farið heldur hljótt, hryllingsmyndum sem að þeirra mati verðskulda meiri athygli en þær hafa hlotið. Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify í spilaranum hér að neðan á öllum hlaðvarpsveitum.

Hrollvekjumeðmæli Björns Þórs:

Tékkneska kvikmyndin Líkbrennslustjórinn frá 1969.

5. The Rat Saviour (Izbavitelj, Króatía, Krsto Papić, 1976)
4. The Last House in Istanbul (Çirkin Dünya, Tyrkland, Osman F. Seden, 1974)
3. The Stolen life (Hän varasti elämän, Finnland, Aarne Tarkas, 1962)
2. Auntie Lee’s Meat Pies (Bandaríkin, Joseph F. Robertson, 1992)
1. Cremator (Spalovac mrtvol, Tékkland, Juraj Herz, 1969)

Hrollvekjumeðmæli Greg Burris:

Blue Sunshine eftir Jeff Lieberman frá 1978.

5. The Entity (Bandaríkin, Sidney J. Furie, 1982)
4. Monkey Shines (Bandaríkin, George A. Romero, 1988)
3. Dachra (Túnis, Abdelhamid Bouchnak, 2018)
2. Tattoo (Bandaríkin, Bob Brooks, 1982)
1. Blue Sunshine (Bandaríkin, Jeff Lieberman, 1978)

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila