Hernaðarlist Meistara Sun

Hugvarp ræddi við Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, um þýðingu hans á bókinni Hernaðarlist Meistara Sun sem var nýverið gefin út. Bókin er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Þýðingin er fyrsta íslenska þýðingin úr fornkínversku og er frumtextinn birtur í bókinni við hlið þýðingarinnar, auk þess sem Geir hefur ritað fjölmargar skýringar og ítarlegan inngang sem setur ritið í sögulegt samhengi og gerir grein fyrir heimspekinni sem bæði birtist og leynist í textanum.

Hernaðarlist Meistara Sun er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni. Ritnefnd Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skipa Ásdís R. Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir en sú síðarnefnda var ritstjóri bókarinnar.

Útgáfu bókarinnar verður fagnað í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 14. febrúar kl. 14:00. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan en einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpsþáttum Hugvísindasviðs á SpotifyiTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila