Ég er að springa úr reiði

Í leikritinu Útsending sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu tilkynnir sjónvarpsmaðurinn Howard Beale í beinni útsendingu að honum hafi verið sagt upp og hann ætli að skjóta sig í lok síðasta þáttarins annað kvöld. Enginn í stúdíóinu er að hlusta. Starfsfélagar hans eru að kjafta saman og fíflast.  

Samsteypurnar 

Kvikmyndin Network var gerð árið 1976, handritið skrifaði Paddy Chayefsky. Myndin var á sínum tíma verulega góð og hvöss samfélagsádeilafékk Óskarsverðlaun og er löngu orðin klassísk.  Breska leikskáldið Lee Hall skrifaði síðan leikgerð upp úr myndinni og enn og aftur getur maður dáðst að undursamlegri endurnýtingu leikhúsanna á kvikmyndum sem hafa gert það gott 

Leikmyndin á stóra sviðinu var í hæfum höndum Egils Eðvarðssonar sem byggir þar upp stúdíó með stóru glerbúri og fjörutíu skjámLeikmyndin sýndi vinnuveruleika fréttastofunnar þar sem “veruleikinn” er búinn til.  Stærsti skjárinn sýndi útsendingar Howards og þar sem ég sat aftarlega í salnum horfði ég mest á hann þegar Howard fór á kostum. Nándin var ekki í boði. Og það var ágætt því Pálmi kann heldur betur að vera framan við myndavélina. Hringsviðið sýndi okkur svo heimili dagskrárstjórans Schumacherbarinn og skrifstofur á stöðinni  

Leikritið snýst um átök sem eru meira en fjörutíu ára gömul hitamál í Bandaríkjunum. Því miður eru þau ennþá brýn að hlutaÍ brennipunkti er yfirtaka og ofurvald risavaxinna fyrirtækjasamsteypa yfir markaðnum í Bandaríkjunum og vestrænum ríkjum á sjötta áratug síðustu aldar. Þessi yfirtaka undirbjó jarðveginn fyrir magnað neyslusamfélag og efnishyggju sem ríkt hafa yfir hinum vestræna heimi æ síðanHliðverðir þessa valds eru einkareknir fjölmiðlar sem notaðir eru til að stjórna skoðunum og þrám almennings“Heimurinn er fyrirtækjasamsteypa” segir Arthur Jensen, stjórnarformaður sjónvarpsstöðvarinnar þar sem Howard Beale vinnurArnar Jónsson fór mjög vel með fræga einræðu  Jensens um sigur kapítalismans sem varð ansi  óhugnanleg.   

Howard Beale skorar lágt í áhorfi og er rekinn. Þegar hann missir stjórn á sér í útsendingunni vekur hann athygli og verður stjarna sem fær að halda þættinum og ausa úr skálum þjáningar sinnar á hverju kvöldi. Hann fær fólk til að taka undir reiði sína og hrópa Ég er að springa úr reiði – ég hef fengið nóg! Margir virðast geta tekið undir það.    

Leikgerðin 

Hlutverk í sýningunni eru mören lítil og við kynnumst eiginlega engri persónu náið nema Howard sem er leikinn af Pálma GestssyniÞað er augljóst að hann er veikur, geðhvarfasýki hans og sveiflur ráða för og hann er klofinn milli fyrirlitningar á valdi sjónvarpsins yfir fólki og hrifningar á nýju valdi sjálfs sín í þeim sama miðliHann er kassapredikari en ekki spámaður, hann breytir stöðu sinni, rís upp úr niðurlægingu og verður sigurvegari en hann ræður ekki við það hlutverk og vantar greiningarhæfni til að spila úr þeim spilum sem hann hefur fengið á hendinaÞað er sorgarsaga lýðskrumaransSjónvarpsstöðin notar Howard meðan hann er spennandi en snýr svo við honum bakinu og öllu er lokið. 

Pálmi Gestsson túlkar þennan persónulega harmleik vel en persónan er full af mótsögnum og afstaðan til hennar í verkinu blendin. Þröstur Leó lék Max Schumacher. Hann er yfirmaður Howards sem þykir vænt um hann en tekur hagsmuni stöðvarinnar fram yfir hann og fer að lokum sömu leið. Hann fer líka frá trúfastri konu sinni Louise sem leikin var glæsilega af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Max á í ástarsambandvið metnaðarfulla millistjórnandann og tálkvendið Díönu Christensen sem Birgitta Birgisdóttir lék. Kvenhlutverkin í leikritinu eru sorglega stöðluð dæmi um kunnuglega kvenfyrirlitningu áttunda áratugarins og er þannig séð í góðu samræmi við tímabilið á sama hátt og skrautlegir búningar Helgu I. Stefánsdóttur, tónlist Egils Eðvarðssonar og hljóðmynd verksins sem líka endurspegla skræpótta tilveru fólks á þeim tímum 

Jamm 

Leikverkið Útsending lýsir þeirri mannfyrirlitningu sem ennþá er lífæð voldugra fyrirtækja og fjölmiðla og bíómyndin sem það byggir á hitti beint í mark árið 1976.  Ekki er samt augljóst hvers vegna það er tekið til sýningar hér og nú. Mér þætti fróðlegt að vita hvort, eða hvernig yngri kynslóðin í dag skilur þetta verk yfir höfuð. Fátt ungt fólk horfir á sjónvarp nú til dags og telur það ekki valdastofnun. Allir eru í símunum og tölvunum, á Facebook og Twitter eða að bölsótast í athugasemdakerfunum á þessum miðlum. Það er enginn hörgull, frekar offramboð, á kassapredikurum og lýðskrumurum sem enginn hlustar á.  Hvernig væri þá hægt að segja sögu Howard Beale í dag?  

Hefðu Guðjón Davíð Karlsson og hans mannskapur ekki átt að tengja þetta verk á einhvern hátt við íslenskan nútíma? Verkalýðshreyfingin og stuðningsmenn hennar í öllum stéttum eru „að springa úr reiði og hafa fengið nóg“!  Konur nenna ekki lengur að vera aðeins eiginkonur eða hjákonur.  

Það er til nóg til af hæfileikafólki sem getur sett saman leikverk fyrir okkur – ég hef oft tuðað um það og óttast að þetta sé ekki síðasta sinn. 

Um höfundinn
Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði og sálgreining. Sjá nánar

[fblike]

Deila