Umhverfishugvísindi í Ritinu

Nýverið kom út nýtt hefti Ritsins og umfjöllunarefni þess er umhverfishugvísindi og samtími. Fjallað er um náttúruna og umhverfi á fjölbreyttan hátt; þar á meðal náttúruvernd, náttúruupplifun og gildi náttúrunnar, landslag, eldfjöll og áhrif náttúrunnar á mannfólkið. Hugvarp tók þemaritstjóra Ritsins tali, en það eru þau Guðbjörg R. Jóhannesdóttir heimspekingur og lektor við Listaháskóla Íslands og Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan en einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpsþáttum Hugvísindasviðs og gerast áskrifandi að þeim á SpotifyiTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila