Að horfa á myndband er góð skemmtun, þessi kvikmynd er bönnuð börnum innan 16 ára…

Frá því ég uppgötvaði kvikmyndina hef ég setið límd við skjáinn. Fyrsta sjónvarpstækið sem ég man eftir var ofursmátt og baðaði stofuna á Laugarnesveginum svart-hvítum ljóma. Litasjónvörp voru löngu komin á markað, en tilraunir föður míns til að festa kaup á einu slíku enduðu með því að hann var færður til skýrslutöku. Gripurinn reyndist stolinn. Líkast til myndi hann harðneita þessu í dag, en heimildir mínar eru traustar. Þar af leiðandi sat ég uppi með litla svart-hvíta sjónvarpið, en undi hag mínum þó vel.

Foreldrar mínir létu aðvaranir Kvikmyndaeftirlits ríkisins sem vind um eyru þjóta og skiptu sér lítið af því hvaða myndir ég horfði á. Vegna þessa horfði ég á bannaðar myndir líkt og enginn væri morgundagurinn. Raunar gaukaði faðir minn að mér titlum eins og Salem´s Lot og Christine löngu áður en ég hafði aldur til. Og hverju kemur þetta við? Líkast til engu. Mér flaug þetta í hug því nú er runninn upp Forboðinn febrúar. Svartir sunnudagar, kvikmyndaklúbbur sem starfræktur er í Bíó paradís, hefur afráðið að helga mánuðinn myndum sem kvikmyndaeftirlit ríkisins sá ástæðu til að banna hér áður fyrr, og það finnst mér gaman.

Auðvitað horfi ég á teiknimyndir líkt og önnur börn (og geri raunar enn í dag). En eftir því sem ég varð eldri tók ég ástfóstri við hrylling, draugagang og kvikmyndir sem mörgum þykja skringilegar. Ég man t.d. vel eftir því þegar ég sá atriði úr kvikmynd Luis Buñuel, Le fantôme de la liberté, þar sem hópur virðulegra matargesta er samankominn. Þau ganga til stofu, girða niður um sig og setjast til borðs. Við borðstofuborðið eru ekki stólar heldur röð salerna. Þetta var skrýtið, en samt algerlega magnað.

Þegar ég var þrettán ára horfði ég á allar myndirnar um Guðföðurinn. Ég vissi það ekki þá, en ég veit það nú, að það sem vakti fyrir mér var að gera úttekt á ofbeldi í kvikmyndum, og því hélt ég áfram öll unglingsárin. Myndum úr hinum endalausu sagnabálkum um Freddy Krueger, Jason Voorhees og Michael Myers var einnig iðulega hent í video-tækið. Því miður leiddu þessar rannsóknir mínar ekki til neins og ég óx (nokkurn veginn) upp úr ofbeldinu. Nokkrum árum síðar voru uppáhalds-myndirnar Sódóma Reykjavík og Trainspotting, þetta var um svipað leiti og bókin Falskur fugl kom út. Ég man að dag einn kom mamma heim, ranghvolfdi augunum og sagði: „Ertu að horfa á þetta eina ferðina enn“, þá var ég líklega að horfa á myndirnar í fertugasta og þriðja skipti (myndirnar tvær, ásamt stuttmyndinni Siggi Valli á mótorhjóli voru á sömu VHS spólunni).

Í dag eru æskuvinkonur mína löngu búnar að gefast upp á því að bjóða mér með í bíó. Líklega eru þær einnig búnar að steingleyma litla hryllingsmyndaklúbbnum sem við stofnuðum í grunnskóla. Ég hef líka gefist upp á að sýna þeim brot úr kvikmyndum sem mér þykja áhugaverðar. Það gerði ég síðast fyrir nokkrum árum þegar ég hafði nýlega séð japanska mynd um mann sem vaknar upp í herbergi alsettu litlum typpum. Þar sem ég var nýbyrjuð í bókmenntafræði þóttu mér fallusar mjög fyndnir. Það fannst vinkonum mínum ekki. Þær störðu opinmynntar á mig og hristu höfuðið. En það er allt í lagi, því nú er runninn upp Forboðinn febrúar.

Ellen Ragnarsdóttir,
meistaranemi í ritlist


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012