NÝLEGAR FÆRSLUR

PISTLAR

Ósiðlegir gjörningar og róttækar launhelgar

11. október, 2017Hópur nýframúrstefnulistamanna sem kenndi sig við aksjónisma starfaði í Vín á sjötta áratugnum og urðu þeir alræmdir fyrir list sem brýtur bannhelgar samfélagsins og storkar hefðum og almennu velsæmi. Markarof þeirra beinast sér í lagi gegn andlausri menningarpólitík og afturhaldssemi Austurríkis eftirstríðsáranna. Lítið hefur þó verið ritað um þennan umdeilda hóp á íslenskri tungu. Í greininni vík ég sjónum mínum að gjörningi Hermann Nitsch, Abreaktionsspiel, þar sem fléttast saman ólíkar orðræður á borð við klám, dulspeki, kaþólsk helgihald, sálgreining og lífhyggja. Þessar orðræður eru rannsakaðar eins og þær birtast í verkinu og kannað hvaða hlutverki þær gegna innan fagurfræðilegs verkefnis ...

Draugagangur

22. september, 2017Hjalti Hugason og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa. Íslensk lög og stjórnskipan er full af gömlum draugum. Margir þeirra eru eldri en sjálft lýðveldið og upp runnir í ríki Dana. Þar er margt rotið eins og svo víða annars staðar. Innan um og saman við eru svo innlendir Mórar og Skottur sem leikið hafa lausum hala síðan á fullveldistíma eða a.m.k. frá lýðveldisstofnun. Fjölmargir stjórnmála- og embættismenn sem og lærðir og leikir lögvitringar hafa lengi vitað af þessum líkum í lestinni. Spyrja má hvers vegna enginn hafi séð ástæðu til að kveða óværuna niður. Þar kemur án efa margt til: leti, ...

Fullveldi og flóttafólk

18. september, 2017Sólveig Anna Bóasdóttir og Hjalti Hugason skrifa: Á næsta ári verður þess minnst — ábyggilega með veglegum hætti — að 100 ár verða liðin frá því að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð. Allan þann tíma höfum við minnst þess með stolti að hafa „sigrað“ okkar fornu herraþjóð, Dani. En fullveldi fylgir ábyrgð.

Rit hugvísindasviðs

Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar er ritrýnt og kemur út þrisvar á ári. Hvert eintak er tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur og einnig þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda. Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
ritrod_gudfraedistofnunarRitröð Guðfræðistofnunar eða Studia Theologica Islandica kemur út tvisvar á ári og er birt í opnum vefaðgangi.
Ritröð Guðfræðistofnunar inniheldur fræðigreinar á sviði guðfræði og trúarbragðafræðiog einnig ritdóma. Höfundar efnis koma úr hópi kennara og fræðimanna innan Háskóla Íslands og utan en kennarar Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar sinna ritstjórn tímaritsins.
jon_baegisaJón á Bægisá – tímarit um þýðingar er gefið út einu sinni á ári og er vettvangur fyrir þýðendur og þýðingarfræðinga til að miðla hugðarefnum sínum til almennings. Tímaritið birtir greinar og ritdóma og er er eina tímaritið á Íslandi sem sérhæfir sig í þýðingum og umfjöllun um þær.

Þýðingasetur Háskóla Íslands sér um útgáfuna, í samvinnu við Ormstungu sem áður gaf tímaritið út. Til að gerast áskrifandi er hægt að hafa samband í síma 561 0055 eða books@ormstunga.is

 

milli_malaMilli mála – tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og er birt í opnum vefaðgangi. Tímaritið kemur út einu sinni á ári og birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar. Greinar þess birtast einnig jafnóðum á timarit.is.
islensktmalÍslenskt mál og almenn málfræði er ársrit Íslenska málfræðifélagsins.
Í því eru birtar rannsóknagreinar og yfirlitsgreinar um öll svið íslenskrar og almennrar málfræði, auk umræðugreina og smágreina, ritdóma og ritfregna. Á timarit.is má finna eldri útgáfur ársritsins.

Fréttir af hugvísindasviði

RSS Fréttir

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.