Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.
Ritið er í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Frá upphafi hefur stefnan með útgáfu Ritsins verið að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit. Með rafrænni útgáfu mætir Ritið að auki stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum.
Upplýsingar um Rit síðustu ára má sjá hér fyrir neðan. Auk þess eru öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri nú aðgengileg á vefnum timarit.is.
Síðustu rit
Femínismi í Ritinu
1. nóvember, 2022Út er komið Ritið:2/2022, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema Ritsins er að þessu sinni helgað rannsóknum á femínisma en undir hatti þess birtast sjö greinar, allar eftir fræðikonur.Ritið 2/2021: Ástarrannsóknir
14. nóvember, 2021Ástarrannsóknir eru þema Ritsins:2/2021, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem nú er komið út.Ritið 1/2021: Arfleifð Freuds
14. maí, 2021Í Ritinu 1/2021 er fjallað um arfleifð Freuds og hvernig unnið hefur verið úr henni með áherslu á heimspeki, guðfræði, kvikmyndir og bókmenntir.Ritið 3/2020: Syndin
22. desember, 2020Þema Ritsins 3/2020 er syndin og margvíslegar birtingarmyndir hennar.Ritið 2/2020: Íslenskar nútímabókmenntir
8. október, 2020Út er komið 2. tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar á þessu ári og er þema þess íslenskar nútímabókmenntir. Í heftinu er stefnt saman umfjöllun um bókmenntir frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum.Ritið 1/2020: Samband fólks og dýra
19. maí, 2020Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.Ritið kemur út þrisvar á ári og er hvert hefti tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda, þýðingar, umræðugreinar og ritdómar. Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.
Efni Ritsins afmarkast ekki við þema hverju sinni. Því er einnig kallað eftir greinum um önnur efni. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.