Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.
Ritið er í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Frá upphafi hefur stefnan með útgáfu Ritsins verið að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit. Með rafrænni útgáfu mætir Ritið að auki stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum.
Upplýsingar um Rit síðustu ára má sjá hér fyrir neðan. Auk þess eru öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri nú aðgengileg á vefnum timarit.is.
Umfjöllun um Ritið á Hugrás
Samband fólks og dýra í Ritinu
19. maí, 2020Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.„eins og að reyna að æpa í draumi“
11. janúar, 2019Inngangur Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur, Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnarar Margrétar Guðmundsdóttur, þemaritstjóra Ritsins. Í nýjasta hefti þess er birt efni um kynbundið ofbeldi af ýmsum rannsóknarsviðum, ekki aðeins úr hugvísindum heldur t.d. líka félagsvísindum og heilbrigðisvísindum.Birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku
4. október, 2018Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor fjallar um birtingarmyndir borga í bókmenntum Rómönsku Ameríku.Síðustu rit
Ritið 3/2020: Syndin
22. desember, 2020Þema Ritsins 3/2020 er syndin og margvíslegar birtingarmyndir hennar.Íslenskar nútímabókmenntir í Ritinu
8. október, 2020Út er komið 2. tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar á þessu ári og er þema þess íslenskar nútímabókmenntir. Í heftinu er stefnt saman umfjöllun um bókmenntir frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum.Samband fólks og dýra í Ritinu
19. maí, 2020Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er komið út og er þema þess náttúruhvörf, samband fólks og dýra. Hugvarp ræddi við þemaritstjóra Ritsins, þau Kötlu Kjartansdóttur og Kristinn Schram.Ritið 3/2019: Umhverfishugvísindi og samtími
19. desember, 2019Umhverfishugvísindi og samtími eru umfjöllunarefni þriðja og síðasta heftis Ritsins á þessu ári. Fjallað er um náttúruna og umhverfi á fjölbreyttan hátt; náttúruvernd, náttúruupplifun og gildi náttúrunnar, landslag, eldfjöll og áhrif náttúrunnar á okkur mennina, svo eitthvað sé nefnt.Ritið 2/2019: Íslenskar kvikmyndir
29. október, 2019Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins sem nú er komið út. Í því eru birtar fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um Húsið, fyrstu íslensku hrollvekjuna í fullri lengd.Ritið 1/2019: Kynbundið ofbeldi
20. júní, 2019Öðru sinni beinir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sjónum að kynbundnu ofbeldi og sýnir sá fjöldi greina sem þar birtist hversu þörf og víðtæk sú umræða er. Í heftinu eru birtar átta greinar um efnið, þar af sex ritrýndar en þær óritrýndu eru þýðingar á textum tveggja skálda, þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur og Nailu Zahan Ana.Kallað eftir greinum
Ritið kemur út þrisvar á ári og er hvert hefti tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda, þýðingar, umræðugreinar og ritdómar. Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.
Efni Ritsins afmarkast ekki við þema hverju sinni. Því er einnig kallað eftir greinum um önnur efni. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.
Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku. Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send á ritid@hi.is
Ritið:2/2021
Annað hefti Ritsins 2021 verður helgað ástrarannsóknum. Ástarrannsóknir („love studies“) eru akademískt rannsóknasvið þar sem greind eru valdatengsl í ástar og kynlífssamskiptum. Brautryðjandinn og upphafskonan er dr. Anna Guðrún Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur, sem fyrir rúmum 30 árum setti fram kenninguna um „ástarkraftinn“ („love power“). Í doktorsritgerð sinni velti hún þeirri knýjandi spurningu fyrir sér af hverju konur væru eftir sem áður undirskipaðar körlum þrátt fyrir jafnt aðgengi og jafnan rétt að valdavettvöngum samfélagsins. Með kerfisbundinni greiningu á gagnkynhneigðum ástarsamböndum þróaði hún kenninguna um ástarkraftinn. Í ávarpi sínu í tilefni heiðursdoktorsnafnbótar við Stjórnnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2015 lýsir Anna Guðrún ástarkrafti með eftirfarandi hætti:
„Ég tala hér um munstur af ójöfnuði (breytilegum, en seigum) í forsendunum fyrir samskiptum kynjanna varðandi það hvernig við njótum – gefum og þiggjum – af þessum sérstaka ástarkrafti (sem inniheldur bæði erotík og umhyggju); þar af leiðandi hvernig útkoman úr þessu sérstaka lifandi ferli af hinni lífrænt-efnislegu sköpun/endursköpun – eða „framleiðslu“ á okkur sjálfum – stöðugt mótar þær kringumstæður sem við lifum í sem félagsverur (félagslegar kynverur) og hefur þannig áhrif á allt þjóðfélagið“ (sjá nánar í Stjórnmál og stjórnsýsla, 2016).
Dr. Anna telur að í nánum tilfinninga- og ástarsamböndum endurskapi karlveldið vald sitt í gegnum arðrán á ástarkrafti kvenna. Þöggun á umræðunni um ástarkraftinn er eitt af grundvallar einkennum karllægs samfélags en konur eru megin ástarveitur samfélagsins. Fleiri fræðimenn hafa verið mikilvirkir í rannsóknum á þessu sviði eins og Eva Illouz félagsfræðingur sem gaf á dögunum út bókina The End of Love, en sú bók er afrakstur af 20 ára greiningarvinnu á gagnkynhneigðum ástartengslum í síðnútíma. Í hug- og félagsvísindum undanfarin ár hefur áherslan verið á að skilja vald og endursköpun þess með því að skoða þær orðræður sem hafa mótað viðmiðin og samfélagsgerðina í aldanna rás, eins og hvítleika, gagnkynhneigð, karlmennsku og efri stéttir.
Meginþema annars heftis Ritsins 2021 verður því helgað rómantískri ást eins og hún birtist í ríkjandi orðræðu og/eða andófi gegn henni í sögulegu og samtímalegu samhengi. Sérritið er ekki síst hugsað til að vekja upp þetta unga rannsóknarsvið hérlendis því í raun má segja að það hafi ekki enn almennilega numið land þótt frumkvöðullinn sé íslensk fræðikona.
Kallað er eftir fræðilegum greinum af sviði hug- og félagsvísinda sem taka mið af þessari nálgun. Ágrip (100 til 250 orð) skulu send fyrir 20. júní. Valið verður úr innsendum ágripum sem falla að efni heftisins. Endanleg skil á fullunnum greinum er 1. nóvember 2020. Gestaritstjórar eru Berglind Rós Magnúsdóttir (brm@hi.is) og Torfi H. Tulinius (tht@hi.is).
Ritið:1/2021
Þema fyrsta heftis ársins 2021 verður „Arfleifð Freuds“ en nú í ár eru 80 ár síðan Sigmund Freud lést í London og 120 ár síðan Draumaráðningar Freuds komu fyrst út á prenti. Kenningar Freuds um eðli dulvitundarinnar og aðferðir til að greina og túlka dulræn öfl og hvatir lögðu grunninn að umfangsmiklu og margháttuðu kenningakerfi; sálgreiningu. Kallað er eftir greinum þar sem leitast er við að skýra, gagnrýna eða vinna með skapandi hætti úr arfleifð Freuds og varpa ljósi á sjónarhorn sálgreiningar á fyrirbæri á borð við kyngervi, tungumál, samfélag, stjórnmál, sjálfið, heimspeki, bókmenntir, hönnun og listir.
Gestaritstjórar verða Steinar Örn Atlason og Marteinn Sindri Jónsson. Skilafrestur greina er til 1. júlí 2020.
Ritið:3/2020
Þema þriðja heftis Ritsins 2020 verður helgað birtingarmyndum syndarinnar í trúarbrögðum, guðfræði, heimspeki, sálarlífi, bókmenntum, tungumáli og listum.
Syndin á sér djúpar rætur í kristinni hugsun og barst inn í heiðinn hugarheim Íslendinga með kristni. Heilagur Ágústínus lagði drög að þeirri túlkun sögunnar um Adam og Evu í aldingarðinum sem gerir alla kristna menn synduga frá fæðingu og syndin hefur verið viðfangsefni fjölmargra guðfræðinga, listamanna, skálda o.fl. um aldir. Enn eru ævisöguleg skrif Ágústínusar og þroskasaga um baráttuna við holdið og hið illa innblástur margra bókmennta- og fræðirita. En hver er staður syndarinnar í dag? Hvernig tengist hún afstöðu okkar til náttúrunnar? Er hugtakið kannski úrelt í vestrænu samtímasamfélagi eða hefur það aðlagast breyttum tímum og tekið á sig nýjar myndir?
Kallað er eftir greinum sem hverfast um þetta viðfangsefni á einn eða annan hátt, t.d. út frá samtímanum, fyrri öldum, einstökum verkum eða málefnum. Gestaritstjóri verður Ásdís R. Magnúsdóttir. Skilafrestur greina er til 1. apríl 2020.
Almennt greinakall
Ritið birtir einnig greinar utan þema. Næsti skilafrestur eru 1. febrúar 2020.
Frágangur greina
Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.