Kristín Guðrún Jónsdóttir heimsækir Krist undraverkanna í Puebla í Mexíkó. Hér gefur að líta Krist í líkamsstærð, á hnjánum að sligast undan krossinum. Hann er blóði drifinn og dökkir, liðaðir lokkarnir falla fram á ennið. Fólkið stendur eða krýpur fyrir framan líkneskið og þylur bænir.
Þetta er faðir Jesú – hann heitir Guð
Kristín Guðrún Jónsdóttir hafði komið til Santiago Atitlán í Guatemala fyrir fimmtán árum, rétt undir lok fjörutíu ára borgarastyrjaldar sem skildi landið eftir í djúpum sárum. Nú snýr hún aftur og vitjar Majadýrlingsins Maximóns.
Þýðingar á örsögum eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
Linda Vilhjálmsdóttir hlaut strax verðskuldaða athygli þegar fyrsta ljóðabók hennar Bláþráður kom út 1991, enda grípa ljóð hennar lesandann með einlægni sinni og tilgerðarleysi og gera hann berskjaldaðan gagnvart tilfinningalegri nánd ljóðanna. Hér eru birtar ásamt frumtextanum þýðingar Hólmfríðar Garðarsdóttur og Sigurðar A. Magnússonar á tveim örsögum Lindu á spænsku og ensku.
Uppruni og menningartilfærslur í bókmenntum Kosta Ríka I
Fyrri hluti greinar eftir Hólmfríði Garðarsdóttur um uppruna og menningartilfærslur í bókmenntum Kosta Ríka. Greinin er á spænsku.