Category: Fréttir
-
Aldarspegill í útvarpi
[container] [container] Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í Sagnfræði- og heimspekideild, hefur umsjón með þáttaröðinni Aldarspegill í úvarpi á Rás 1 sem gerðir eru í tilefni af 80 ára afmæli Útvarpsins. Þættirnir, sem verða alls átta, eru á dagskrá á laugardögum kl. 16.05 og endurfluttir á miðvikudögum kl. 13.00. Hver þáttur tekur til eins áratugar. Í…
-
Textasamkeppni í tilefni af aldarafmæli HÍ
Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands efnir Hugvísindasvið til textasamkeppni. Öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans er boðið að taka þátt. Valdir verða 25 textar úr innsendu efni og þeir hafðir til sýnis í Kringlunni frá 11. til 19. mars.
-
Rannsóknadagatal hugvísinda
Í rannsóknadagatali Hugvísindastofnunar er yfirlit yfir sjóði sem styrkja rannsóknir, rannsóknanám og annað því tengt á sviði hugvísinda
-
Erindaröð um rússneska menningu
[container] Á vormisseri mun rússneskan við HÍ, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og sendiráð Rússneska sambandsríkisins standa fyrir röð erinda þar sem fjallað verður um ýmsa þætti rússneskrar menningar, s.s. myndlist, bókmenntir og alþýðumenningu. Áhersla verður lögð á myndræna framsetningu. Dagskráin fer fram í móttökusal rússneska sendiráðsins að Garðastræti 33 í Reykjavík. Erindin hefjast klukkan…
-
Umbreytingar Miðveldisins
Á vormisseri 2011 sýnir Konfúsíusarstofnunin Norðurljós röð heimildamynda sem einblína á birtingarmyndir og merkingu hinna miklu breytinga og áskorana í Kína fyrir almenning en leikstjórarnir eru allir kínverskir og í yngri kantinum. Heimildamyndaröðin nefnist China Screen og er dreift í Evrópu af franska fyrirtækinu Solferino Images. Geir Sigurðsson, dósent í kínversku, gerir grein fyrir dagskránni.
-
Tvöföld útgáfa af Ritinu
[container] Tvö tölublöð af Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, komu úr prentun rétt fyrir jól. Þema fyrra tölublaðsins, nr. 2/2010, er heimsbíó eða þjóðarkvikmyndir. Heftið hefur að geyma átta frumsamdar greinar og einn þýddan texta. Björn Ægir Norðfjörð, Guðni Elísson, Hólmfríður Garðarsdóttir og Gunnþórunn Guðmundsdóttir eiga meðal annarra greinar í heftinu. Þema síðara heftisins, nr. 3/2010, er heimspeki og…
-
Sovét-Ísland óskalandið – eftir Þór Whitehead
[container] Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern, sem stjórnað var frá Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Hér lýsir Þór Whitehead í fyrsta sinn í samfelldu máli undirbúningi flokksins að byltingu í landinu og viðbrögðum íslenska ríkisins. Byltingarbaráttan leiddi af sér öldu grófs ofbeldis, þar sem fjöldi manns slasaðist. Tugir valdra flokksmanna…