Category: Eldri Rit
-
Ritið:2/2023. Kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð
Þrjú víðfeðm hugtök vörðuðu veginn að áhugaverðum þemagreinum sem birtast í öðru hefti Ritsins sem nú er komið út. Það eru hugtökin kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð.
-
Femínismi í Ritinu
Út er komið Ritið:2/2022, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema Ritsins er að þessu sinni helgað rannsóknum á femínisma en undir hatti þess birtast sjö greinar, allar eftir fræðikonur.
-
Ritið 2/2021: Ástarrannsóknir
Ástarrannsóknir eru þema Ritsins:2/2021, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem nú er komið út.
-
Ritið 1/2021: Arfleifð Freuds
Í Ritinu 1/2021 er fjallað um arfleifð Freuds og hvernig unnið hefur verið úr henni með áherslu á heimspeki, guðfræði, kvikmyndir og bókmenntir.
-
Ritið 3/2020: Syndin
Þema Ritsins 3/2020 er syndin og margvíslegar birtingarmyndir hennar.
-
Ritið 2/2020: Íslenskar nútímabókmenntir
Út er komið 2. tölublað Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar á þessu ári og er þema þess íslenskar nútímabókmenntir. Í heftinu er stefnt saman umfjöllun um bókmenntir frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum.
-
Ritið 3/2019: Umhverfishugvísindi og samtími
Umhverfishugvísindi og samtími eru umfjöllunarefni þriðja og síðasta heftis Ritsins á þessu ári. Fjallað er um náttúruna og umhverfi á fjölbreyttan hátt; náttúruvernd, náttúruupplifun og gildi náttúrunnar, landslag, eldfjöll og áhrif náttúrunnar á okkur mennina, svo eitthvað sé nefnt.
-
Ritið 2/2019: Íslenskar kvikmyndir
Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins sem nú er komið út. Í því eru birtar fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um Húsið, fyrstu íslensku hrollvekjuna í fullri lengd.
-
Ritið 1/2019: Kynbundið ofbeldi
Öðru sinni beinir Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sjónum að kynbundnu ofbeldi og sýnir sá fjöldi greina sem þar birtist hversu þörf og víðtæk sú umræða er. Í heftinu eru birtar átta greinar um efnið, þar af sex ritrýndar en þær óritrýndu eru þýðingar á textum tveggja skálda, þeirra Auðar Övu Ólafsdóttur og Nailu Zahan Ana.
-
Ritið 3/2018: Kynbundið ofbeldi
Þriðja og síðasta hefti Ritsins árið 2018 er komið út og þemað er að þessu sinni kynbundið ofbeldi.
-
Ritið 2/2018: Undur og ógnir borgarsamfélagsins
Annað hefti Ritsins 2018 er komið út og er þema þess að þessu sinni undur og ógnir borgarsamfélagsins. Í Ritinu er að finna fjórar ritrýndar greinar sem á ólíkan hátt fjalla um borgir og borgarsamfélög og ritar Hólmfríður Garðarsdóttir inngang að þeim.