Author: Björn Þór Vilhjálmsson
-
Spjall við Baldvin Z
Leikstjórinn Baldvin Z. heimsótti kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands nýverið og spjallaði um sína nýjustu mynd fyrir fullum sal áhugafólks um kvikmyndagerð. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ritaði stytta og ritstýrða útgáfu af því er bar á góma í umræðunum.
-
Sungið milli menningarheima
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um heimildamyndina Söngur Kanemu sem hreppti bæði dómnefndar- og áhorfendaverðlaun á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg síðastliðið vor. Myndin er sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir.
-
Pínlegur þvættingur? – Friðriki Erlingssyni svarað
Ritstjórar Engra stjarna fjalla um viðhorf um börn og kynímyndir sem birtust í viðtali við handritshöfund teiknimyndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn.
-
Engar stjörnur mæla með á Stockfish
Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á Stockfish sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur.
-
„Konur að verki“: Viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur
Viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra.
-
Bestu myndir ársins
Kvikmyndafræði Háskóla Íslands kallaði til álitsgjafa og tók saman lista yfir það sem mætti kalla bestu myndir ársins 2017.
-
Gagnagrunnur um íslenska kvikmyndasögu
Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður í viðtali við Björn Þór Vilhjálmsson um menningarlegt hlutverk Klapptrés og sýn Ásgríms á kvikmyndir og íslenska kvikmyndaheiminn.
-
Frá ofurhetju til afbyggingar
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um Reyni sterka, nýja heimildamynd Baldvins Z. um Reyni Örn Leósson.
-
„Furðuleg og óhófleg bjartsýni“
Ágúst Guðmundsson hélt erindi um gerð og viðtökur Lands og sona (1980), lykilverks íslenska kvikmyndavorsins, á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands þann 21. september 2017. Erindið er hluti af fyrirlestraröð kvikmyndafræðinnar er nefnist „Íslensk kvikmyndaklassík“. Í erindinu snerti Ágúst á ýmsum þeim margþættu erfiðleikum er kvikmyndagerðarfólk átti við að glíma hér á landi á öndverðum níunda…
-
Kalt stríð. Um heimildarmyndina „Varnarliðið“
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um Varnarliðið, nýja heimildamynd um veru Bandaríkjahers á Íslandi í leikstjórn Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar.
-
Margt býr í rökkrinu
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um kvikmyndina Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen: „Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta.“
-
Fortíðarmein
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um Sumarbörnin, nýja íslenska kvikmynd eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur og hennar fyrstu í fullri lengd.