Hlaðvarp Engra stjarna #21 – Launmorð og loftsteinar

Í nýjasta hlaðvarpi Engra stjarna ræða Björn Þór og Guðrún Elsa um kvikmyndir sem þau hafa nýlega séð og finnast athyglisverðar. Þá ræðir Björn Þór við Jón Bjarka Magnússon, kvikmyndagerðarmann, um heimildarmyndina Even Asteroids Are Not Alone. Þar fjallar Jón Bjarki um hið djúpstæða félagslíf og sambönd sem myndast geta milli spilara í íslenska fjölspilunartölvuleiknum EVE Online.

Í tilefni af hlaðvarpinu hefur VIMEO aðgengi að Even Asteroids Are Not Alone verið opnað og verður það opið í tvær vikur. Smellið hér til að sjá myndina.

Þátturinn á Spotify:

 

 

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila