Sumarliði R. Ísleifsson er doktor í sagnfræði. Hann hefur kannað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um það í greinum og bókum. Hann hefur einnig fjallað um sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, atvinnusögu á 19. og 20. öld og sögu stjórnsýslu. Þá hefur hann stýrt og tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, ritstýrt bókum og búið til prentunar og sett upp sýningar. Hann er nú lektor í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
[/cs_text]
Deila