Spennandi dagskrá á Háskóladeginum

Í Fréttir, Viðburðir höf. Jónas Guðmundsson

Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá verður á Háskóladeginum sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 5. mars. Stundvíslega klukkan 12:00 á hádegi opnar Háskóli Íslands dyr sínar fyrir almenningi og kynnir starf sitt fram til fjögur sama dag.

Í boði verða ótal viðburðir, lifandi skemmtun og kynningar á því starfi sem fram fer í skólanum. Allir ættu eitthvað að finna við sitt hæfi en á dagskrá má finna japanskt dansatriði, stapp- og rytmaklapp, Vísindabíó og kínverskan dreka svo eitthvað sé nefnt.

haskoladagurinn_dagskra_2016

Munu öll fræðasvið skólans kynna starfsemi sína og því upplagt að mæta til að sjá hvað í boði er í þeim fjölmörgu námsleiðum sem finna má hjá sviðunum.

Ókeypis strætóferðir verða yfir í Háskólann í Reykjavík þar sem starfsemi hans og Háskólans á Bifröst verða kynnt og einnig í Listaháskólann sem mun kynna sig þar.
Á Háskólatorgi munu Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Ísland auk Endurmenntunar Háskóla Íslands kynna starfsemi sína. Þá munu ýmis félag og stofnanir innan skólans kynna starfsemi sína á annarri hæð torgsins.

Ókeypis strætóferðir verða yfir í Háskólann í Reykjavík þar sem starfsemi hans og Háskólans á Bifröst verða kynnt og einnig í Listaháskólann sem mun kynna sig þar.

Nánari upplýsingar á vef Háskóla dagsins og Facebook síða háskóladagsins.

Um höfundinn
Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson er meistaranemi í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu og sinnir sem slíkur skrifum hjá Hugrás á þessu misseri. Hann hefur skrifað í fjölda tímarita og allnokkra vefmiðla í gegnum tíðina.

[fblike]

Deila