Viðtal: Samkynja ástir í bókmenntum þarfnast meiri rannsókna

[x_text]Ásta Kristín Benediktsdóttir er að skrifa doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum, um Elías Mar og hvernig hann fjallar um samkynja ástir í sínum verkum, en hún heldur einnig úti bloggsíðu með pistlum um hugtakið „hinsegin“ og „Kynvillta bókmenntahorninu“. Í viðtali við Hugrás segir hún frá því hvað liggur að baki þessu framtaki.

„Í upphafi ákvað ég að skrifa doktorsritgerð um íslenskar hinsegin bókmenntir, sem er mjög vítt svið sem fólk veit ekki mikið um. Það veit um bækur eftir Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur og Guðberg Bergsson en í raun er ekki mikið vitað um bókmenntir sem fjalla um samkynja ástir fyrir 1990. Ég þurfti hreinlega að byrja á því að finna út hvað væri til á þessu sviði og það fóru býsna margar vikur og mánuðir í það. Ég ákvað á endanum að skrifa um Elías Mar, einfaldlega af því að af höfundum fyrir 1990 er hann sá áhugaverðasti, verð ég að segja, og hann skrifaði um samkynja ástir – eða það má koma auga á þær í verkum hans, sem er frekar óvenjulegt fyrir höfunda sem skrifuðu fyrir miðja 20. öld. En síðan hefur alltaf blundað í mér að ég á upplýsingar um alla þessa texta sem ég hef engan tíma og ekkert rými til að fjalla um í ritgerðinni. Það er svo grátlegt að geta ekki komið þessum upplýsingum frá sér svo ég ákvað að byrja að blogga; koma þessum upplýsingum út í loftið og vonandi hvetja þá aðra til að tala um þessar bækur.“

Og fyrir nokkrum vikum lofaði ég bæði mér og lesendum því að ég myndi skrifa þá nokkuð reglulega, í það sem ég kallaði „Kynvillta bókmenntahornið“.
Ásta Kristín byrjaði hins vegar á að skrifa pistla um hugtakið „hinsegin“. „Svo margir voru að tala um þetta orð, hvað það þýddi, hvernig var það notað. Ég vildi ekki beint blanda mér í þá umræðu heldur fór ég í gegnum það á tímarit.is hvernig orðið hefði verið notað á Íslandi í gegnum tíðina. Ég hef fengið að heyra að fólki finnist gott að hafa þetta þarna og þetta hefur vakið einhverjar umræður. En svo voru alltaf þessir bókmenntatextar sem mig langaði til að skrifa um. Og fyrir nokkrum vikum lofaði ég bæði mér og lesendum því að ég myndi skrifa þá nokkuð reglulega, í það sem ég kallaði „Kynvillta bókmenntahornið“. Þetta verða pistlar um íslenska texta sem fjalla um samkynja ástir á einhvern hátt. Það hafa verið gerðar mjög litlar rannsóknir á þessu sviði þannig að fólk veit lítið um það hvaða textar eru til. Þetta er ekki djúp, fræðileg greining heldur er þeim ætlað að fá aðra til að tala um textana, lesa þá og skrifa um þá og hreinlega koma af stað umræðum.“

Ein færslan fjallar til dæmis um ljóð eftir Stephan G. Stephansson. „Ég veit að mörgum finnst það ekki passa inn í Kynvillta bókmenntahornið, en ég nota það til að sýna að það er flókið að tala um texta sem voru skrifaðir fyrir miðja 20. öld. Ef við tölum um samkynja ástir þá erum við ekki bara að tala um samkynhneigð eins og við skiljum hana í dag.

Ef við tölum um samkynja ástir þá erum við ekki bara að tala um samkynhneigð eins og við skiljum hana í dag. Í raun teygir þetta hugtak sig svo vítt að það nær yfir náin sambönd aðila af sama kyni sem geta verið allt frá því að vera vinátta og yfir í það að vera kynferðislegt samband.
Í raun teygir þetta hugtak sig svo vítt að það nær yfir náin sambönd aðila af sama kyni sem geta verið allt frá því að vera vinátta og yfir í það að vera kynferðislegt samband. Þessi færsla um Stephan G. var fjallar einmitt um þetta, hvernig við skoðum bókmenntir og náin sambönd aðila af sama kyni í verkum sem voru skrifuð áður en samkynhneigð varð til í huga fólks sem eitthvað fast, ákveðið fyrirbæri. Þetta er ótrúlega áhugavert, því þá er hægt að skoða texta eins og þetta ljóð eftir Stephan G., þar sem ljóðmælandi talar til æskuvinar síns og það eru alveg gríðarlega miklar tilfinningar milli tveggja manna. En þetta eru náttúrulega ekki samkynhneigðir menn eins og við skiljum það í dag, og ég er alls ekki að segja að það hafi verið neitt þannig í gangi, heldur frekar að benda á að það giltu aðrar reglur um nána vináttu karla á þessum tíma og samskipti vina af því að þá var samkynhneigð ekki til í hugum fólks nema sem eitthvað mjög óljóst fyrirbæri. Þar af leiðandi var hómófóbía ekki til í raun og veru þannig að það þurfti ekki að halda þessum skýru línum milli vináttu og ástarsambands, það þurfti ekki að aðgreina það eins skýrt og við gerum nú.“

Kynvillta bókmenntahornið er því liður í því að opna og efla umræðu um samkynja ástir í bókmenntum. „Þetta er náttúrulega mitt áhugasvið og ég vil fá fólk til að tala við mig um þetta. Ég vil fá fleiri til að gera rannsóknir á þessu sviði, Það þurfa fleiri að skrifa og tala um þetta þema í bókmenntum á Íslandi. Ég vil fá fólk til að vinna í þessu með mér og koma af stað umræðum.“[/x_text]

[x_text][fblike][/x_text]

Deila