„Bækurnar notum við sem kveikjur að ævintýraheimi sem börn fara inn í og þar fá þau að upplifa bækur á nýstárlegan hátt og leika sér og leysa skemmtileg verkefni sem tengjast bæði tungumáli og myndmáli. Við munum taka á móti barnahópum og leiða þau um sýninguna en hún verður líka opin fyrir alla, unga sem aldna.“ Barnabókmenntahátíðin er haldin annað hvert ár og er yfirskriftin að þessu sinni Páfugl úti í mýri. Dagskráin verður fjölbreytt og á fjórða tug rithöfunda, myndlistarmanna og fræðimanna munu taka þátt en upplýsingar um þá má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.myrin.is.
Framundan er því mikil veisla fyrir börn og fullorðna og ævintýraþyrsta bókaorma. Fjölskyldur, einstaklingar og hópar geta heimsótt Páfuglinn í kjallara Norræna hússins frá og með næsta laugardegi.
Ritið:2/2023. Kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð
21. september, 2023Þrjú víðfeðm hugtök vörðuðu veginn að áhugaverðum þemagreinum sem birtast í öðru hefti Ritsins sem nú er komið út. Það eru hugtökin kynjahugmyndir, menning og trúarbrögð.„Ég hef ákveðið að hætta að skilgreina mig sem kven-eitthvað eða karl-eitthvað“
12. september, 2023Unnur Steina K. Karls, meistaranemi í almennri bókmenntafræði, skrifar um kynseginleika í íslenskum skáldsögum.Ást Phedru
11. september, 2023Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum, fjallar um Ást Fedru í sýningu Þjóðleikhússins.Deila