[container]
Barnabækur verða notaðar sem kveikja að raunverulegum ævintýraheimi í Norræna húsinu nú í október. Bækurnar eru allar eftir höfunda sem hlotið hafa tilnefningu til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Næstkomandi laugardag opnar sýningin Páfugl úti í mýri – orðaævintýri en hún tengist alþjóðlegri barnabókmenntahátíð í Reykjavík, Mýrinni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 9.-12. október. „Á sýningunni verða níu stöðvar með ákveðnum þrautum eða leikjum, til dæmis stafasúpa, sögutjald, ævintýrakofi og fleira. Sýningin byggir á þátttöku þeirra sem mæta og örvar skapandi hugsun í leik með myndir og tungumál,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, annar sýningarstjóranna.„Bækurnar notum við sem kveikjur að ævintýraheimi sem börn fara inn í og þar fá þau að upplifa bækur á nýstárlegan hátt og leika sér og leysa skemmtileg verkefni sem tengjast bæði tungumáli og myndmáli. Við munum taka á móti barnahópum og leiða þau um sýninguna en hún verður líka opin fyrir alla, unga sem aldna.“ Barnabókmenntahátíðin er haldin annað hvert ár og er yfirskriftin að þessu sinni Páfugl úti í mýri. Dagskráin verður fjölbreytt og á fjórða tug rithöfunda, myndlistarmanna og fræðimanna munu taka þátt en upplýsingar um þá má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.myrin.is.
Framundan er því mikil veisla fyrir börn og fullorðna og ævintýraþyrsta bókaorma. Fjölskyldur, einstaklingar og hópar geta heimsótt Páfuglinn í kjallara Norræna hússins frá og með næsta laugardegi.
Streym mér ei
1. October, 2024OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?
23. September, 2024Töfrafjallið og snillingurinn
19. September, 2024Deila
[/container]
Leave a Reply