„Bækurnar notum við sem kveikjur að ævintýraheimi sem börn fara inn í og þar fá þau að upplifa bækur á nýstárlegan hátt og leika sér og leysa skemmtileg verkefni sem tengjast bæði tungumáli og myndmáli. Við munum taka á móti barnahópum og leiða þau um sýninguna en hún verður líka opin fyrir alla, unga sem aldna.“ Barnabókmenntahátíðin er haldin annað hvert ár og er yfirskriftin að þessu sinni Páfugl úti í mýri. Dagskráin verður fjölbreytt og á fjórða tug rithöfunda, myndlistarmanna og fræðimanna munu taka þátt en upplýsingar um þá má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.myrin.is.
Framundan er því mikil veisla fyrir börn og fullorðna og ævintýraþyrsta bókaorma. Fjölskyldur, einstaklingar og hópar geta heimsótt Páfuglinn í kjallara Norræna hússins frá og með næsta laugardegi.
Æðisleg sýning!
24. janúar, 2023Dagný Kristjánsdóttir fjallar um sýningu Borgarleikhússins á leikritinu Marat/Sade.Hið óþekkta og óvæga
19. janúar, 2023Sunna Dís Jensdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði, ræðir við rithöfundinn Rut Thorlacius Guðnadóttur.Ert þú ennþá hér?
18. janúar, 2023Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum samtímabókmenntum, fjallar um sýninguna Ég lifi enn — sönn saga í Tjarnarbíói.Deila