Mýs og menn

Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni var leikritið Mýs og menn eftir Nóbelsverðlaunahafann John Steinbeck (1902-1968).

Hannah Arendt og lágkúra illskunnar

Þýski leikstjórinn Margarethe von Trotta gaf sér á dögunum í sjötugsafmælisgjöf kvikmynd um Hönnuh Arendt, sem skilgreindi kannski einna best á undanfarinni öld skelfilegustu myndir alræðisins og þátt einstaklingsins, tannhjólsins í þeim morðverksmiðjum sem þessi ríki voru. Myndin um Hönnuh Arendt er engin ævisaga heldur eru umdeildar greinar hennar og bók um réttarhöldin yfir Adolf Eichmann snemma á sjöunda áratugnum í brennipunkti. Þessi réttarhöld vöktu mikla athygli á sínum tíma vegna þess að ísraelska leyniþjónustan Mossad rændi Eichmann í Argentínu þar sem hann fól sig og flutti til Jerúsalem til að rétta yfir honum. Hannah Arendt, sem starfaði sem háskólakennari …

Hertoginn rumskar

Það vakti nokkra athygli á popp- og rokkorgíunni á opnunarhátíð Ólympíuleikanna að einn kunnasti tónlistarmaður sem Bretland hefur alið, „the thin white duke“, David Bowie, skyldi hafna því að koma fram. Þar sem hann hafði fengið vægt hjartaáfall 2004 og vart komið fram opinberlega síðan veltu sumir gamalgrónir aðdáendur, eins og undirritaður, því fyrir sér hvort heilsunni væri tekið að hraka mjög. En svo virðist ekki vera, út úr bláma Netsins sprettur allt í einu nýtt lag og myndband frá hertoganum granna og segja sögur að meira að segja starfsfólk hans hafi ekki vitað af þessu fyrr en um síðustu …

Skoska leikritið í íslenska þjóðleikhúsinu

Mikil hjátrú hefur verið bundin Macbeth, hinu fræga leikriti William Shakespeare. Það er eins og þeir sem komið hafa að sýningu verksins hafi óttast að illska þess og forneskja yfirfærðist á þá sjálfa og eitt af því sem átti að geta forðað ósköpunum var að nefna verkið ekki þess rétta nafni heldur kalla það „skoska leikritið.“  Þetta ramma verk birtist okkur nú á sviði Þjóðleikhússins í leikstjórn Ástralans Benedict Andrews. Nornirnar Leikritið hefst á því að Macbeth (Björn Thors) og besti vinur hans Bancquo (Hilmir Snær Guðnason) hitta þrjár nornir, sem spá því að Macbeth muni rísa hratt til metorða …