Birkihríslan og þangið

birki
Birkihrísla (betula pubescens).

Það eru skiptar skoðanir um það hvort hausatalningar séu gagnlegar jafnréttisbaráttunni. En handhægar eru þær. Það er nefnilega fljótlegt að telja hausa og reikna út kynjahlutfall í ríkisstjórn eða á síðu í dagblaði. Hausatalningar birta auðvitað yfirborðskennda mynd af stöðu mála, enda er þeim ekki ætlað að vera mjög nákvæmt greiningartæki. En hausatalningar geta gefið vísbendingu um það hvað þarf að skoða nánar.

Á Íslandi búa um það bil jafn margar konur og karlar. Það að karlar fái miklu meira pláss í fjölmiðlum en konur er ekki eðlilegt. Hlutfallið virðist á flestum miðlum vera um 70/30. Kynjahlutfall í hinum ýmsu fjölmiðlum hefur margoft verið gagnrýnt og undantekningarlaust heyrist í umræðunni einhver útgáfa af þessu svari: Ástæðan er einfaldlega sú að karlar gera miklu fréttnæmari hluti en konur.

Þetta eru einu tilvikin þar sem ég sé einhvern gera því skóna að fjölmiðlar endurspegli bara heiminn einsog hann raunverulega er, að þeir séu hlutlaus batterí sem segja fréttir, að fréttnæmi sé fasti en ekki huglægt mat þeirra sem miðla upplýsingunum.

Ástæðan er nefnilega ekki sú að karlar geri miklu merkilegri og fréttnæmari hluti en konur. Ástæðan er sú að þeim sem skrifa fréttirnar finnst það sem karlar gera fréttnæmara og merkilegra en það sem konur gera.

Þann 18. mars 2011 birti Fréttatíminn aðsendu greinina „Kiljan og konurnar“. Í henni kemur fram að samkvæmt þáttafærslum á vef Ríkisútvarpsins var kynjahlutfallið í 78 Kiljuþáttum á tímabilinu nóvember 2007 til apríl 2010 eftirfarandi: Konur 23%, karlar 77%. Egill Helgason brást við gagnrýninni á bloggi sínu. Hann sagðist ekki geta breytt kynjahlutfalli aldanna, benti á að karlar gæfu út fleiri bækur en konur (sem er satt, en hlutfallið er samt ekki svona slæmt) og sagði m.a.: „Ég held að enginn geti haldi [svo] því fram að konur sem skrifa bækur séu sniðgengnar í þættinum – eða bækur eftir konur. […] Ég held ekki að hægt sé að nefna verk eftir konur sem ég hef sniðgengið á einhvern hátt. […]Því miður höfum við ekki haft mikið tóm til að fjalla um barnabækur. “

Margir bentu honum á að með því að sniðganga barnabækur sniðgangi hann einmitt stóran hluta af kvenkynsrithöfundum, en konur eru í miklum meirihluta barnabókahöfunda. Það var einnig bent á að með því að sniðganga barnabækur sniðgengi þátturinn líklega mikilvægasta lesendahópinn: framtíðarlesendur. Mig minnir að hann hafi svarað því á þann veg að börn væru farin að sofa þegar þátturinn færi í loftið.

Agli var líka bent á að mjög líklega væri Kiljan áhrifamikill þátttakandi í kvenfjandsamlegu kerfi. Það er vitað að bækur sem fá umfjöllun í Kiljunni rjúka oft út í kjölfarið. Kiljan fjallar um fleiri bækur eftir karla en konur og hunsar bókmenntagrein þar sem konur eru í meirihluta höfunda. Bækurnar eftir karlana eru því líklegri til að seljast betur því þær fá meiri umfjöllun. Útgefendur sjá því hugsanlega meiri gróðavon í því að gefa út bækur eftir karla. Stelpur sem hafa áhuga á því að skrifa sjá fáar konur í eina bókmenntaþættinum sem sýndur er í íslensku sjónvarpi og skortir því fyrirmyndir, og svo mætti áfram telja.

Ég veit ekki til þess að nokkur hafi uppfært tölfræðina síðan árið 2011, en ég tók nýlega stikkprufu. Þriðjudaginn 29. janúar birti Egill Helgason bloggfærslu þar sem hann fjallaði um það „fjölbreytta efni“ sem yrði í Kiljunni miðvikudagskvöldið eftir. Í bloggfærslunni má finna sextán karlmannsnöfn en ekki eitt einasta kvenmannsnafn. Eina kvenkyns viðfangsefni þáttarins virðist samkvæmt færslunni vera birkihrísla ein í Hallormsstaðaskógi sem Páll Ólafsson orti um í ljóðinu „Hríslan og lækurinn“. Og þrátt fyrir að Egill hafi ekki tíma til að fjalla um barnabækur hefur honum einhvernveginn gefist tóm til að finna einmitt hana, í stærsta skógi landsins, meira en hundrað árum eftir að ljóðið var ort.

Það er einlæg von mín að í næsta þætti verði Egill búinn að finna þangpjötluna sem Jóhann Sigurjónsson orti um í „Heimþrá“ fyrir ríflega hundrað árum. Því birkihríslur og þang eru eins og alþjóð veit miklu betra sjónvarpsefni í bókmenntaþætti en konur sem skrifa barnabækur.

Hildur Knútsdóttir,
meistaranemi í almennri bókmenntafræði


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812