Þegar ég predika um leikhús á meðan ég veiði kjötbollurnar af pönnunni þá dæsir yfirleitt einhver í fjölskyldunni við eldhúsborðið: „Æ réttu mér sultuna fröken Jón Viðar.“ – Þessi ummæli við matarborðið þýða reyndar ekki að við Jón Viðar Jónsson deilum ávallt sameiginlegri sýn á leikhúsið. Mér hefur þó fundist rödd hans mikilvæg og vönduð gagnrýnin gagnleg fyrir íslenska leikhúsumræðu þótt hún eigi það til að falla í grýttan jarðveg. Nú nýlega efaðist ég þó um meint mikilvægi og þótti illa vegið að merkilegri leiksýningu í nýrri íslenskri þýðingu. Það er nefnilega verulega slæmt þegar áhugaverðar sýningar og góður skáldskapur skila sér ef til vill ekki til áhorfenda eða lesenda vegna þess að einn gagnrýnandi lætur þung orð eða fáar stjörnur falla. Slíkt á við um sýningu á hinu alræmda verki Shakespeares, Macbeth, í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir, þar sem illska og valdatogstreita grasserar. Nú má ekki ætla að ég hafi í hyggju að syngja hallelúja yfir uppfærslunni, en það er ósmekklegt af fjölmiðlum að afgreiða mikla og djúpa vinnu listafólks með stjörnugjöfum og íhaldssömum kröfum.

Jón Viðar skrifar ítarlega umfjöllun um Macbeth í pistli sínum í DV 18. janúar s.l. Hann smættar síðan umfjöllun sína með því að gefa sýningunni eina stjörnu og spyr: Er þetta Macbeth? Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði Jón um sama leikrit í sama fjölmiðli og fullyrti þá: Macbeth er ekki hér. Sú sýning fékk enga stjörnu og hefði leikhúsgagnrýnandinn að öllum líkindum gefið hauskúpu eða jafnvel kartöflu í skóinn ef slíkt hefði verið í boði. Af  samhenginu má sjá að það er þó möguleiki að Macbeth sé á svæðinu í jólasýningu þessa leikárs ólíkt þeirri sem sýnd var á Smíðaverkstæðinu haustið 2008. Í fullkomnum heimi hefðum við heilt leikhús eingöngu fyrir Shakespeare, annað fyrir Strindberg og svo framvegis. Í þessum leikhúsum gæti maður alltaf gengið að ólíkum sýningum leikskáldanna vísum, jafnt klassískum sem og framúrstefnulegri uppfærslum. – En við verðum víst að nýta þessi ágætu leikhús okkar hér í allt havaríið; hefð, tilraunir og nýrækt sem dæmi.

Jón Viðar er hallur undir hefðina en er þó ekki móttfallinn framúrstefnu og segir einmitt í pistli sínum um Macbeth frá því í október 2008: „Sönn framúrstefna er borin uppi af brennandi tjáningarþörf og listrænni hugsun.“ – Macbeth fór reyndar algjörlega fram hjá mér hrunhaustið góða en ég fullyrði hér yfir nýsteiktum kjötbollum að brennandi listræn hugsun er að verki í Macbeth dagsins í dag þar sem blóðið rennur um sviðið og uppspuni og fáránleiki valdsins er opinberaður án þess að gert sé lítið úr hinum eyðileggjandi mætti. Í þessari sýningu tel ég einmitt að tekist sé á um þann kjarna verksins, sem Jón Viðar skrifaði um 2008, þegar samfélagið allt rambaði á brún hengiflugsins og leiðtogar fundu haldreipi í drottni: „Samfélag í greipum alvalds stjórnanda sem stýrir með ógnum og ofbeldi, en er sjálfur hræddastur allra. Samfélag þar sem enginn getur lengur treyst öðrum, jafnvel ekki sínum nánustu, og allt endar í níhilisma og geðveiki – […].“

Það er mikilvægt að í leikhúsunum starfi fólk með hugrekki til að takast á við bókmenntir á nýjan og tilraunakenndan hátt. Fyrir mér mega tilraunirnar vel vera köflóttar og jafnvel „krampakenndar“ eins og Jón Viðar komst að orði í nýlegri rýni. Leiksýning Benedicts Andrews í Þjóðleikhúsinu kom mér á óvart og vakti upp gróteska kátínu í bland við tregafulla spurn. Macbeth er hrátt verk um hráan heim sem ber að túlka í takti við þá broguðu veröld sem við lifum í. Verkið vekur einmitt upp tímalausa spurningu: Hvaðan sprettur drottnunargirni og illska?

Soffía Bjarnadóttir,
meistaranemi í ritlist


Comments

2 responses to “Hér sé Macbeth!”

  1. Þakka þér fyrir þetta, Soffía! Sýningin kom mér þægilega á óvart, miðað við hamaganginn í ýmsum menningarvitum. Mér brá svolítið þegar ég áttaði mig á því að ég sat í raun á öðrum bekk, þótt 5. bekkur stæði á miða. Ég slapp þó við blóð. Og hef aldrei verið eins fjarri því að sofna í leikhúsi, enda upplifunin mikil.
    Ég var 11 ára, held ég, þegar ég sá hræðilega uppfærslu af Skugga Sveini. E.k. torfbæ var dröslað uppá sviðið (og svo var leikurinn tilgerðarlegur). Mér varð svo illt í rassinum undir þessu að ég átti í miklum vandræðum með að sitja kyrr í Þjóðleikhúsinu í tvo áratugi eftir það. Síðan þoli ég líka afar illa of miklar tilfæringar á sviðinu. Ég vil helst hafa leikmyndina abstrakt, nema hún sé frábær (eins og í óperunni Niflungahringnum, styttri útgáfu, árið 1994). Kassinn í Macbeth reyndi svolítið á þolrifin. En ég er feginn að ég skyldi fara að sjá uppfærsluna.

  2. Soffía Bjarnadóttir Avatar
    Soffía Bjarnadóttir

    Gaman að heyra. Ég er sammála þér í því að ég var mjög fegin að ég skyldi sjá þessa uppfærslu. Mér fannst sýningin nokkuð góð og ekki eiga það skilið að vera rökkuð niður. Varðandi leikmyndina að þá finnst mér tilgangur hennar vera að þrengja að okkur líkt og samfélagið getur gert og kannski enn frekar eins og eigin hugur þrengir að. Macbeth hjónin missa bæði vitið í órum sínum. Slík innilokun kristallast í hinum lokaða sviðskassa. Sviðið dýpkar síðan að aftan og drápið á konunginum á sér stað í innstu myrkviðum. Ljósin unnu einig mjög vel með leikmyndinni. Ýmist hið kalda flúorlýsing eða rökkrið sem leynir á sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012