Þar sem vísindaheimspeki og þekkingarfræði mætast

Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri Hugvísindasviðs, ræðir við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, en hann hlaut nýverið Nils Klim verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á þekkingarfræði og vísindaheimspeki, fyrstur Íslendinga. Verðlaunin eru veitt árlega norrænum fræðimanni yngri en 35 ára fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði hugvísinda, félagsvísinda, lögfræði og guðfræði. Nils Klim-verðlaunin heyra undir Holberg-verðlaunin sem eru í umsjá Háskólans í Björgvin fyrir hönd norska menntamálaráðuneytisins. Finnur mun taka við verðlaununum við athöfn í hátíðasal Háskólans í Björgvin þann 5. júní.

Nánari upplýsingar um verðlaunin á hi.is.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hugvísindasviðs og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

[fblike]

Deila